Tilkynningar

Afhending fyrstu útgáfu Flateyjarbókar á norsku

30.10.2015

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók í dag við fyrstu tveimur bindum nýrrar útgáfu Flateyjarbókar á norsku.  Um er að ræða fyrstu heildarútgáfu Flateyjarbókar í Noregi, en  Flateyjarbók var mest íslenskra handrita, alls 225 arkir eða 450 síður. Var hún um borð í danska varðskipinu Vædderen þegar fyrstu handritunum var skilað frá Danmörku, 21. apríl 1971.

Norska bókaforlagið SagaBok stendur að útgáfunni og Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, hefur haft yfirumsjón með þýðingunni á nútíma norsku.  Hin norska útgáfa Flateyjarbókar er ríkulega myndskreytt af norska myndlistarmanninum Anders Kvåle Rue. Hjónin Anders Hansen og Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir á Leirubakka hafa verið í hópi ötulla bakhjarla útgáfu Flateyjarbókar á norsku.
Flateyjarbók afhent

Bård Titlestad frá SagaBok afhenti forseta Alþingis upphafsbindi nýrrar heildarútgáfu Flateyjarbókar á norsku​.