Tilkynningar

Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010

1.9.2010

Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2010 verða veitt í dag kl. 10.30 í Alþingishúsinu. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir athöfnina.

Þetta er í fimmta skipti sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Auk heiðursins sem í verðlaununum er fólginn hlýtur vinningshafinn sem nemur 60.000 dönskum krónum eða um 1,2 milljón íslenskra króna.

Dómnefndir barnabókaverðlaunanna í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi tilnefndu í desember 2009 eina bók frá hverju landi til verðlaunanna.

Frá Færeyjum var bókin Várferðin til Brúnna tilnefnd eftir Rakel Helmsdal, frá Grænlandi var barnabókin Sila eftir Lana Hansen tilnefnd og frá Íslandi var Garðurinn eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur tilnefnd.