Tilkynningar

Reykingaafdrepi í Alþingishúsi lokað 1. júní

8.2.2008


Reykingar hafa verið leyfðar í sérstöku loftræstu herbergi í Alþingishúsinu samkvæmt heimild í reglugerð. 

Á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag, hinum 500. frá því að Alþingi hóf að starfa í einni málstofu árið 1991, samþykkti nefndin eftir tillögu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að banna reykingar í Alþingishúsinu frá og með 1. júní næstkomandi. 

Bannið nær til þinghússins, skrifstofubygginga Alþingis, Alþingisgarðsins og annars staðar á lóð þingsins.

Fréttamenn sem óska viðtals við forseta Alþingis, Sturlu Böðvarsson, um málið geta haft samband við skrifstofu Alþingis í síma 563 0500.