Kortlagning á netglæpum

Frumkvæðismál (2210244)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti 06.02.2023
Dómsmálaráðuneytið 05.12.2022
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti 03.11.2022

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.02.2023 30. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
26.01.2023 28. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fjóra samninga sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gerði við ríkislögreglustjóra um fjármagn til embættisins í aðgerðir sem miða annars vegar að því að auka vernd barna á netinu og hins vegar til að styrkja innviði lögreglunnar til þess að takast á við net- og tölvubrot almennt. Sérstaklega var óskað eftir upplýsingum um þann samning sem lýst var með eftirfarandi hætti: ,,Komið verður í kring stafrænum tæknilausnum til að tryggja að börn geti notað netið á hátt sem samrýmist rétti þeirra til verndar gegn skaðlegu efni og einnig svo þau geti nýtt tjáningarfrelsi sitt og möguleika stafrænnar tækni í leik og starfi.“ og hvað átt væri við með stafrænum lausnum í því samhengi.
08.12.2022 25. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá dómsmálaráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
15.11.2022 16. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefndar Alþingis.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um hlutverk og skipan starfshóps sem lagt hafði verið til að yrði stofnaður í framhaldi af samráði þriggja ráðuneyta um kortlagningu lagaumhverfis til að taka á netglæpum. Í minnisblaðinu komi jafnframt fram hvernig ráðuneytið muni sjá til þess að jafnvægi sé á milli almennra öryggissjónarmiða og sjónarmiða þeirra sem sækja stafrænt skjól á Íslandi.
03.11.2022 13. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Á fund nefndarinnar mætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, Jón Vilberg Guðjónsson, Elín Sif Kjartansdóttir, Ottó V. Winther og Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
18.10.2022 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kortlagning á netglæpum
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem fram koma upplýsingar um þá vinnu sem hefur verið sett af stað ásamt tveimur öðrum ráðuneytum til að kortleggja og vinna bug á þeim vanda sem talin er felast í að netglæpamenn hýsi ólöglegar og vafasamar vefsíður hér á landi.