Alþingiskosningar 2003

Kosið var í fyrsta skipti samkvæmt nýjum kosningalögum, nr. 24/2000, sem byggðust á stjórnarskrárbreytingu sem gerð var árið 1999. Kjördæmi voru sex í stað átta áður og Reykjavík var nú í fyrsta skipti í tveimur kjördæmum. Breytingin á kjördæmafyrirkomulaginu var hin veigamesta frá árinu 1959. Meðal nýmæla var að samkvæmt lögum nr. 24/2000 var heimilt að færa þingsæti milli kjördæma í næstu þingkosningum til að draga úr misvægi atkvæða. Þá var landskjörstjórn heimilt að færa til kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni til að jafna fjölda á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum.

Aftur var tekið að nota svokallaða d'Hondt-reglu við úthlutun kjördæmasæta sem ekki hafði verið beitt í því skyni síðan í þingkosningunum árið 1987.

Kjördæmasæti voru níu í öllum kjördæmum og kjördæmakjörnir þingmenn því 54. Tveir jöfnunarmenn voru í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi en einn í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Markmiðið með úthlutun jöfnunarþingsæta var að tryggja að þingstyrkur flokka yrði í sem mestu samræmi við kjörfylgi þeirra. Ekki komu aðrir flokkar til greina við úthlutun jöfnunarþingsæta en þeir sem höfðu hlotið a.m.k. 5% atkvæða á landsvísu en ekki var gerð krafa um að framboð hefði hlotið kjördæmakjörinn þingmann til að eiga kost á jöfnunarþingsæti.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram í öllum kjördæmum: Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Nýtt afl, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Fengu öll þessi framboð fulltrúa á Alþingi í kosningunum nema Nýtt afl.

Í Suðurkjördæmi var enn fremur boðinn fram listi óháðra, Framboð óháðra, sem fékk ekki kjörinn þingmann.

Um kosningarnar
Kjördagur 10. maí 2003
Mannfjöldi 288.471
Kjósendur á kjörskrá 211.304
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 73,0%
Greidd atkvæði 185.392
Kosningaþátttaka 87,7%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 64,3%
Kosningaþátttaka karla 87,2%
Kosningaþátttaka kvenna 88,3%
Kjördæmakjörnir þingmenn 54
Jöfnunarþingmenn 9
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 183.172
Sjálfstæðisflokkur  33,7%  22 þingmenn
Samfylkingin  31,0%  20 þingmenn
Framsóknarflokkur 17,7%  12 þingmenn
Vinstri hreyfingin – grænt framboð 8,8% 5 þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 7,4%  4 þingmenn
Nýtt afl 1,0%  
Framboð óháðra í Suðurkjördæmi 0,5%

Jöfnunarþingmenn
Sjálfstæðisflokkur 3
Frjálslyndi flokkurinn   2
Samfylkingin 2
Framsóknarflokkur 1
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1
Kjördæmi og þingmenn 2003
Reykjavíkurkjördæmi suður 11 þingmenn
Reykjavíkurkjördæmi norður 11 þingmenn
Suðvesturkjördæmi 11 þingmenn
Norðvesturkjördæmi 10 þingmenn
Norðausturkjördæmi 10 þingmenn
Suðurkjördæmi 10 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 10. maí 2003
Reykjavíkurkjördæmi suður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokkur
2. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin
3. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur
4. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingin
5. Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Jónína Bjartmarz Framsóknarflokkur
7. Mörður Árnason Samfylkingin
8. Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokkur
9. Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Jöfnunarþingmenn
10. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingin
11. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokkur
Reykjavíkurkjördæmi norður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Össur Skarphéðinsson Samfylkingin
2. Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokkur
3. Bryndís Hlöðversdóttir Samfylkingin
4. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
5. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingin
6. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
7. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
8. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9. Helgi Hjörvar Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
10. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
11. Árni Magnússon Framsóknarflokkur
Suðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin
3. Gunnar I. Birgisson Sjálfstæðisflokkur
4. Rannveig Guðmundsdóttir Samfylkingin
5. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokkur
6. Sigríður A. Þórðardóttir Sjálfstæðisflokkur
7. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin
8. Þorgerður K. Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
9. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
10. Gunnar Örlygsson Frjálslyndi flokkurinn
11. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
Norðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokkur
2. Jóhann Ársælsson Samfylkingin
3. Magnús Stefánsson Framsóknarflokkur
4. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokkur
5. Guðjón A. Kristjánsson Frjálslyndi flokkurinn
6. Anna Kristín Gunnarsdóttir Samfylkingin
7. Kristinn H. Gunnarsson Framsóknarflokkur
8. Jón Bjarnason Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9. Einar Oddur Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
10. Sigurjón Þórðarson Frjálslyndi flokkurinn
Norðausturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokkur
2. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
3. Kristján L. Möller Samfylkingin
4. Jón Kristjánsson Framsóknarflokkur
5. Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfingin – grænt framboð
6. Tómas Ingi Olrich Sjálfstæðisflokkur
7. Einar Már Sigurðarson Samfylkingin
8. Dagný Jónsdóttir Framsóknarflokkur
9. Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
10. Þuríður Backman Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Suðurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Margrét Frímannsdóttir Samfylkingin
2. Árni R. Árnason Sjálfstæðisflokkur
3. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur
4. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingin
5. Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Hjálmar Árnason Framsóknarflokkur
7. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin
8. Guðjón Hjörleifsson Sjálfstæðisflokkur
9. Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslyndi flokkurinn
Jöfnunarþingmaður
10. Jón Gunnarsson Samfylkingin