Alþingiskosningar 1983

Í mars 1983 samþykkti Alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem fól í sér fjölgun þingmanna úr 60 í 63 og lækkun á kosningaaldri úr 20 árum í 18. Þá var lögræði afnumið sem skilyrði fyrir kosningarrétti og einnig krafa um óflekkað mannorð. Þessar breytingar höfðu fyrst áhrif í þingkosningum árið 1987 eftir að Alþingi hafði fjallað um stjórnarskrárbreytinguna öðru sinni og samþykkt hana.

Þing var rofið 23. apríl og kosningar til Alþingis fóru fram þann dag. Með lögum nr. 90/1981, um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 52/1959, komst á sú skipan að alþingiskosningar skyldu fara fram síðasta laugardag í júní en áður hafði síðasti sunnudagur í júní verið kjördagur.

Alls lögðu átta stjórnmálasamtök fram framboðslista við kosningarnar. Fimm þeirra buðu fram í öllum kjördæmum: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Bandalag jafnaðarmanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

Samtök um kvennalista buðu fram í Reykjavíkurkjördæmi, Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra.

Hvorki sérframboð framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra né sérframboð sjálfstæðra í Vestfjarðakjördæmi fékk fulltrúa kjörinn á þing.

Um kosningarnar
Kjördagur 23. apríl 1983
Mannfjöldi 235.537
Kjósendur á kjörskrá 150.977
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 63,8%
Greidd atkvæði 133.304
Kosningaþátttaka 88,3%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 56,6%
Kosningaþátttaka karla 89,4%
Kosningaþátttaka kvenna 87,1%
Kjördæmakjörnir þingmenn 49
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 60
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 129.962
Sjálfstæðisflokkur   38,7%  23 þingmenn
Framsóknarflokkur   18,5%  14 þingmenn
Alþýðubandalag 17,3% 10 þingmenn
Alþýðuflokkur 11,7% 6 þingmenn
Bandalag jafnaðarmanna 7,3% 4 þingmenn
Samtök um kvennalista 5,5% 3 þingmenn
Sérframboð framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra 0,5%
Utan flokka, sérframboð sjálfstæðra í Vestfjarðakjördæmi  0,5%  
Jöfnunarþingmenn
Alþýðuflokkur 3
Bandalag jafnaðarmanna 3
Samtök um kvennalista 2
Sjálfstæðisflokkur 2
Alþýðubandalag 1
Kjördæmi og þingmenn 1983
Reykjavíkurkjördæmi 16 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 9 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 7 þingmenn
Austurlandskjördæmi 6 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 23. apríl 1983
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Albert Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
2. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkur
3. Svavar Gestsson Alþýðubandalag
4. Birgir Ísleifur Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
5. Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokkur
6. Ellert B. Schram Sjálfstæðisflokkur
7. Guðmundur J. Guðmundsson Alþýðubandalag
8. Vilmundur Gylfason Bandalag jafnaðarmanna
9. Ólafur Jóhannesson Framsóknarflokkur
10. Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokkur
11. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Samtök um kvennalista
12. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
13. Kristín S. Kvaran Bandalag jafnaðarmanna
14. Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokkur
15. Guðrún Agnarsdóttir Samtök um kvennalista
16. Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalag
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Gunnar G. Schram Sjálfstæðisflokkur
3. Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokkur
4. Salome Þorkelsdóttir Sjálfstæðisflokkur
5. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmenn
6. Guðmundur Einarsson Bandalag jafnaðarmanna
7. Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokkur
8. Kristín Halldórsdóttir Samtök um kvennalista
9. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
2. Alexander Stefánsson Framsóknarflokkur
3. Valdimar Indriðason Sjálfstæðisflokkur
4. Skúli Alexandersson Alþýðubandalag
5. Davíð Aðalsteinsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Eiður Guðnason Alþýðuflokkur
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
2. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur
3. Karvel Pálmason Alþýðuflokkur
4. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
5. Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokkur
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
2. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
3. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag
4. Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokkur
5. Stefán Guðmundsson Framsóknarflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ingvar Gíslason Framsóknarflokkur
2. Lárus Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Stefán Valgeirsson Framsóknarflokkur
4. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalag
5. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
6. Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
7. Kolbrún Jónsdóttir Bandalag jafnaðarmanna
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
2. Helgi Seljan Alþýðubandalag
3. Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokkur
4. Tómas Árnason Framsóknarflokkur
5. Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
6. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkur
2. Þórarinn Sigurjónsson Framsóknarflokkur
3. Árni Johnsen Sjálfstæðisflokkur
4. Garðar Sigurðsson Alþýðubandalag
5. Jón Helgason Framsóknarflokkur
6. Eggert Haukdal Sjálfstæðisflokkur