Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 06. desember 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Forseti vill taka fram vegna umræðunnar um 6. dagskrármálið að það hefur orðið að samkomulagi að ljúka ekki umræðu um málið hér í dag heldur fresta henni þar til hæstv. hagstofuráðherra getur verið viðstaddur og svarað spurningum sem fyrir hann hafa verið lagðar.
    Hins vegar hafði það verið ætlun forseta að hafa hér kvöldfund svo að ljúka mætti þessari umræðu, en þar eð þetta samkomulag hefur tekist þá telur forseti litlar líkur á því að nauðsyn sé á kvöldfundi en mun halda áfram með þau dagskrármál sem á dagskránni eru. Það er enginn á mælendaskrá í 6. dagskrármálinu eins og sakir standa og mun forseti hér með fresta umræðunni um þetta mál og verður hún þá væntanlega tekin upp aftur í næstu viku.