Fulltrúar á Þjóðfundinum 1851

Þjóðkjörnir:

Úr Norður-Múlasýslu:

Sr. Sigurður Gunnarsson á Desjarmýri. (Sat líka á Alþingi).
Guttormur Vigfússon stúdent, bóndi á Arnheiðarstöðum.  (Sat líka á Alþingi).

Úr Suður-Múlasýslu:

Sr. Hallgrímur Jónsson prófastur á Hólmum.

Úr Skaftafellssýslu:

Jón Guðmundsson sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Páll Pálsson prófastur í Hörgsdal.

Úr Rangárvallasýslu:

Páll Sigurðsson hreppstjóri í Árkvörn. (Sat líka á Alþingi).
Magnús Stephensen sýslumaður í Vatnsdal.

Úr Vestmannaeyjum:

Magnús Austmann stúdent, bóndi í Nýjabæ.

Úr Árnessýslu:

Sr. Jóhann Briem prófastur í Hruna.
Gísli Magnússon kennari, Reykjavík.

Úr Gullbringu- og Kjósarsýslu:

Jens Sigurðsson kennari, Reykjavík.
Guðmundur Brandsson hreppstjóri í Landakoti á Vatnsleysuströnd.

Úr Reykjavík:

Kristján Kristjánsson land- og bæjarfógeti, Reykjavík. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Jakob Guðmundsson á Kálfatjörn. (Sat líka á Alþingi).

Úr Borgarfjarðarsýslu:

Sr. Hannes Stephensen prófastur á Ytra-Hólmi. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Sveinbjörn Hallgrímsson, Reykjavík.

Úr Mýra- og Hnappadalssýslu:

Jón Sigurðsson hreppstjóri í Tandraseli. (Sat líka á Alþingi).
Magnús Gíslason sýslumaður í Hítardal.

Úr Snæfellnessýslu:

Páll Melsteð sýslumaður í Stykkishólmi. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Árni Böðvarsson á Sveinsstöðum.

Úr Dalasýslu:

Sr. Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku. (Sat líka á Alþingi).
Þorvaldur Sívertsen umboðsmaður, Hrappsey. (Sat líka á Alþingi).

Úr Barðastrandarsýslu:

Brynjólfur B. Benedictsen kaupmaður í Flatey.
Sr. Ólafur E. Johnsen á Stað, Reykjanesi.

Úr Ísafjarðarsýslu:

Jón Sigurðsson kandídat, Kaupmannahöfn. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Lárus M. Johnsen prófastur í Holti.

Úr Strandasýslu:

Ásgeir Einarsson bóndi á Kollafjarðarnesi. (Sat líka á Alþingi).
Sr. Þórarinn Kristjánsson prófastur á Prestsbakka.

Úr Húnavatnssýslu:

Jósep Skaftason læknir á Hnausum.
Sr. Sveinn Níelsson á Staðarstað. (Sat líka á Alþingi).

Úr Skagafjarðarsýslu:

Stefán Jónsson hreppstjóri á Reistará. (Sat líka á Alþingi).

Úr Eyjafjarðarsýslu:

Eggert Briem sýslumaður á Espihóli.
Ólafur Briem timburmeistari á Grund.

Úr Suður-Þingeyjarsýslu:

Jón Jónsson hreppstjóri á Munkaþverá. (Sat líka á Alþingi).
Jón Jónsson bóndi á Grænavatni.

Úr Norður-Þingeyjarsýslu:

Björn Jónsson verslunarfulltrúi, Akureyri.
Björn Halldórsson kandídat frá Prestaskólanum.

Konungkjörnir:

Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari, Reykjavík.
Helgi G. Thordersen biskup, Reykjavík.
Páll Melsteð amtmaður, Stykkishólmi.
Sr. Halldór Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði.
Pétur Pétursson prófessor, Reykjavík.
Þórður Jónasson assessor, Reykjavík.

Konungkjörnu fulltrúarnir sátu allir einnig á Alþingi.

Komu ekki til fundarins:

Jón Samsonarson bóndi í Keldudal, Skagafirði (Sat líka á Alþingi) (kom ekki til þjóðfundarins vegna meiðsla).
Gísli Hjálmarsson læknir á Höfða á Völlum, Suður-Múlasýslu (afsalaði sér kosningu).
Loftur Jónsson bóndi á Þorlaugargerði, Vestmannaeyjum (kjörbréf afturkallað).

Skrifstofa Alþingis: Byggt á Alþingismannatali.