Konungsfulltrúar

Carl Emil Bardenfleth,
ráðherra. F. í Kaupmannahöfn 9. maí 1807, d. 3. sept. 1857. For.: Johan Frederik Bardenfleth aðmíráll og k. h. Augusta Vilhelmine húsmóðir, f. Hellfried. K. Sophie Amalie greifynja, f. Schmettau. Konungsfulltrúi á Alþingi 1845-1847.
Páll Melsteð,
amtmaður og alþingismaður. Konungsfulltrúi á Alþingi 1849 og 1853-1859.
Jörgen Ditlev Trampe,
amtmaður. F. í Kaupmannahöfn 7. maí 1807, d. 5. mars 1868. Faðir: Frederik Just Gerhard Trampe greifi. K. Christiane Adolfine húsmóðir, f. Siersted. Konungsfulltrúi á Þjóðfundinum 1851.
Þórður Jónasson,
háyfirdómari og alþingismaður. Konungsfulltrúi á Alþingi 1861-1863.
Hilmar Finsen,
landshöfðingi. F. í Kolding á Jótlandi 28. jan. 1824, d. 15. jan. 1886. For.: Jón Finsen héraðsfógeti og k. h. Katharina Dorothea húsmóðir, f. Bruun. K. Olufa Finsen húsmóðir, f. Bojesen. Konungsfulltrúi á Alþingi 1865-1873.