Forsætisnefnd

Áheyrnarfulltrúar

Hlutverk forsætisnefndar

Þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu á fyrsta fundi hvers kjörtímabils skal kosinn forseti og sex varaforsetar og skipa þeir forsætisnefnd. Varaþingmenn taka ekki sæti í forsætisnefnd í forföllum.

Forsætisnefnd í desember 2017©Bragi Þór Jósefsson

Forsætisnefnd skipuleggur þinghaldið, hefur umsjón með alþjóðasamstarfi, fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Auk þess fjallar nefndin um þau mál sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða.

Reglur settar af forsætisnefnd

Fundir forsætisnefndar

Forsætisnefnd fundar að jafnaði einu sinni í viku yfir þingtímann og er fastur fundartími nefndarinnar á mánudögum kl. 11.45. Aukafundir eru haldnir eftir þörfum. Auk forseta og varaforseta sitja fund nefndarinnar skrifstofustjóri Alþingis og varaskrifstofustjóri.

Forsætisnefndarfundur

Á fundi forsætisnefndar 14. desember 2017.

©Bragi Þór Jósefsson