Tilkynningar um alþjóðastarf

3.7.2018 : Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins

Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Qingli, til forseta AlþingisSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Zhang Qingli, varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, og sendinefnd í Alþingi.

25.6.2018 : Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar

Þórhildur Sunna formaður laga- og mannréttindanefndar EvrópuráðsþingsinsÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var í dag kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar, einnar af málefnanefndum Evrópuráðsþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur þingmaður gegnir formennsku í nefndinni.

30.5.2018 : Vinnuheimsókn forseta NATO-þingsins til Alþingis

Heimsókn forseta NATO-þingsins, Paolo AlliForseti NATO-þingsins, Paulo Alli, er í vinnuheimsókn á Íslandi 29.–30. maí, ásamt framkvæmdastjóra NATO-þingsins, David Hobbs.

29.5.2018 : Forsætisráðherra Eistlands heimsækir Alþingi

Heimsókn Jüri Ratas, forsætisráðherra EistlandsSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, í Alþingi í dag.

24.5.2018 : Heimsókn laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins í Alþingi

Laga- og mannrettindanefnd Evropuradsthingsins 2018Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins heimsótti Alþingi í gær en nefndin fundaði í Hörpu 22.–23. maí.