Tilkynningar um alþjóðastarf

20.2.2018 : Heimsókn forseta grænlenska þingsins

Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins og forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í morgun á móti Lars-Emil Johansen, forseta Inatsisartut, í Alþingishúsinu. 

31.1.2018 : Opinber heimsókn forseta sænska þingsins

http://www.althingi.is/althjodastarf/tilkynningar/opinber-heimsokn-forseta-saenska-thingsinsUrban Ahlin, forseti sænska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 31. janúar til 3. febrúar í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. 

23.1.2018 : Íslenskur varaforseti Evrópuráðsþingsins

Rósa Björk BrynjólfsdóttirÞingfundur Evrópuráðsþingsins stendur nú yfir í Strassborg og var Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kjörin einn af varaforsetum þingsins við upphaf fundarins í gær og situr þar með í framkvæmdastjórn þingsins.

10.1.2018 : Forseti Alþingis fundar með Kínaforseta

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi með forseta KínaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í dag fund með Xi Jinping, forseta Kína, ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum lagði Steingrímur áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu við Kína, einkum á sviði umhverfisverndar og baráttu gegn hnattrænni hlýnun.

5.1.2018 : Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Kína

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í KínaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir Kína heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, 7.–13. janúar 2018.