Tilkynningar um alþjóðastarf

18.6.2021 : Ársfundur heimssamtaka kvenleiðtoga

Ársfundur samtakanna Women Political Leaders 2021 verður haldinn mánudaginn 21. júní og er að þessu sinni rafrænn. Þórunn Egilsdóttir mun flytja yfirlýsingu Alþingis fyrir hönd þingflokka. 

Lesa meira

10.5.2021 : Fjarfundur evrópskra þingforseta

Fjarfundur-evropskra-thingforsetaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti í dag árlega ráðstefnu evrópskra þingforseta. Fyrirhugað var að halda ráðstefnuna í Berlín en vegna stöðunnar í heimsfaraldri ákvað Þýska sambandsþingið, sem er gestgjafi, að hún skyldi haldin í fjarfundaformi. 

Lesa meira

20.4.2021 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fjarfundi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Gerði hann grein fyrir framvindu í starfi undirbúningshóps heimsráðstefnu þingforseta sem halda á í haust í Vínarborg, á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins og þjóðþings Austurríkis.

Lesa meira

8.4.2021 : Fjarfundur forseta Alþingis með forseta þjóðþings Eistlands

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með Jüri Ratas, nýkjörnum forseta Riigikogu, þjóðþings Eistlands. Ræddu þeir samskipti þinganna og ríkjanna en í ágúst næstkomandi verða 30 ár síðan Ísland var fyrst ríkja heims til að taka upp stjórnmálasamband við Eistland eftir endurreisn sjálfstæðis frá Sovétríkjunum.

Lesa meira