Tilkynningar um alþjóðastarf

23.9.2020 : Vestnorræna deginum fagnað

Vestnorraenir_fanarVestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum í dag, 23. september, og af því tilefni er vestnorrænu fánunum flaggað við hús vestnorrænu þinganna.

Lesa meira

22.9.2020 : Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna funda um Hvíta-Rússland

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna áttu í dag fjarfund um ástandið í Hvíta-Rússlandi. Gestur fundarins var Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fór yfir stöðuna í Hvíta-Rússlandi eftir forsetakosningarnar 9. ágúst sl. og þá bylgju friðsamlegra mótmæla sem reis í kjölfarið. 

Lesa meira

4.9.2020 : Þingmenn Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu álykta um mannréttindi og lýðræði í Hvíta-Rússlandi

Landsdeildir Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu um málefni Hvíta-Rússlands. Í yfirlýsingunni kemur fram að forsetakosningar þar í landi 9. ágúst hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Fram kemur að það séu grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að mótmæla á friðsamlegan hátt.

Lesa meira

19.8.2020 : Heimsráðstefna þingforseta í fjarfundi

Steingrimur-J-avarp-stillHeimsráðstefna forseta þjóðþinga, sem fyrirhugað var að halda í Vínarborg á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins, er haldin í fjarfundaformi að þessu sinni vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Alþjóðaþingmannasambandið, Inter-Parliamentary Union, hefur skipulagt heimsráðstefnur þingforseta á 5 ára fresti frá árinu 2000. 

Lesa meira