Tilkynningar um alþjóðastarf

22.11.2022 : Fundur stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í Reykjavík 25. nóvember

Stjórnarnefnd Evrópuráðsþingsins fundar í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 25. nóvember. Í stjórnarnefnd sitja varaforsetar þingsins, formenn landsdeilda, formenn flokkahópa og formenn málefnanefnda þingsins, alls um 60 þingmenn frá 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Lesa meira

10.11.2022 : Svetlana Tíkhanovskaja heimsækir Alþingi

20221110_142012Svetlana Tíkhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, heimsótti Alþingi í dag. Hún átti fund með forseta Alþingis, formanni og varaformanni utanríkismálanefndar og formanni og varaformanni Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Lesa meira

8.11.2022 : Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fimmta sinn á Íslandi 8.–9. nóvember

20221107_113938Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, verður haldið í fimmta sinn á Íslandi, 8.–9. nóvember í Hörpu. Heimsþingið er haldið í samstarfi alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis, auk fjölda erlendra og innlendra samstarfsaðila. Gestir Heimsþingsins áttu þess kost að heimsækja Alþingi í gærmorgun og fengu leiðsögn um húsið.

Lesa meira

1.11.2022 : Norðurlandaráðsþing í Helsinki

Fulltruar-Islands-a-Nordurlandaradsthingi-2022Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Helsinki. Frá Íslandi taka þátt alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Lesa meira