Tilkynningar um alþjóðastarf

6.11.2023 : Breytt framsetning á kostnaðargreiðslum þingmanna í alþjóðastarfi

Kostnaður þingmanna vegna alþjóðastarfs sem greiddur er af öðrum stofnunum en Alþingi, svo sem Norðurlandaráði eða Evrópuráðsþinginu, birtist nú undir hagsmunaskráningu viðkomandi þingmanns á vef Alþingis. Enda teljast þær greiðslur ekki hluti af greiðslum sem Alþingi innir af hendi vegna alþjóðastarfs þingmanna.

Lesa meira

2.11.2023 : Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði

Oddny-varaforseti-Bryndis-forseti-Nordurlandarads-2024Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló í dag. Jafnframt var kynnt formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði en yfirskrift hennar er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.

Lesa meira

30.10.2023 : Norðurlandaráðsþing í Ósló 30. október – 2. nóvember

Þing Norðurlandaráðs hefst í dag í Ósló og stendur til fimmtudags. Frá Íslandi taka þátt alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson. Jafnframt tekur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þátt en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Lesa meira

24.10.2023 : Ráðstefna um málefni Úkraínu í Prag

Birgir-SelenskiBirgir Ármannsson, forseti Alþingis, sótti þingmannaráðstefnu um málefni Úkraínu (e. Parliamentary Summit of the International Crimea Platform) í Prag í dag, 24. október. Ráðstefnuna sækja um 40 þingforsetar, eða fulltrúar þjóðþinga, víðs vegar að úr heiminum auk fulltrúa alþjóðlegra þingmannasamtaka. Vólódímír Selenskí ávarpaði ráðstefnuna um fjarfundarbúnað en fundinn sóttu m.a. Rúslan Stefantsjúk, forseti Úkraínuþings, og Refat Tsjúbarov, útlægur forseti héraðsþings Krímtatara. 

Lesa meira