Tilkynningar um alþjóðastarf

13.2.2020 : Samvinna á sviði jarðvarma rædd í ferð forseta Alþingis til Nýja Sjálands

Heimsokn_forseta_NyjaSjaland_TrevorMallard_feb2020Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.

Lesa meira

9.2.2020 : Forseti Alþingis heimsækir Nýja Sjáland

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Nýja Sjálandi 9.–13. febrúar í boði forseta nýsjálenska þingsins, Trevors Mallard. Með forseta í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Lesa meira

26.11.2019 : Þingforsetar smáríkja funda á Kýpur

2019-11-27-Fundur-thingforseta-smarikja-a-KypurForsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Kýpur dagana 26.–27. nóvember 2019. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.

Lesa meira

21.11.2019 : Heimsókn þingforseta Malaví

Catherine-Gotani-Hara-forseti-thjodthings-MalaviCatherine Gotani Hara, forseti þjóðþings Malaví, heimsótti Alþingi í dag, ásamt föruneyti, skoðaði Alþingishúsið og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og hitti síðan utanríkismálanefnd að máli.

Lesa meira