Tilkynningar um alþjóðastarf

3.9.2019 : Forseti Alþingis sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Forsetar-thjodthinga-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-03092019Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni var haldinn í Eistlandi 2.–3. september, í boði forseta þingsins.

Lesa meira

5.7.2019 : Forseti Alþingis viðstaddur setningu Manarþings

Setning-Manarthings-05072019Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, var gestur við þingsetningu á eyjunni Mön í dag, ásamt eiginkonu sinni, Bergnýju Marvinsdóttur. Þinghaldið á Mön fer fram undir berum himni og er kennt við Tynwald eða Þingvelli á eynni.

Lesa meira

3.7.2019 : Heimsókn varaforseta Alþýðuþings Kína í Alþingi

VelkominnSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti Zhang Chunxian, varaforseta Alþýðuþings Kína, ásamt sendinefnd til fundar í Alþingi. Varaforseti Alþýðuþingsins og kínverska sendinefndin eru í heimsókn á Íslandi 2.-4. júlí.

Lesa meira

12.6.2019 : Forseti Þýskalands heimsækir Alþingi

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.4Forseti Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ræddu þeir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna, sem hafa verið með miklum ágætum um langt árabil, endurreisn íslensks efnahags eftir hrun og áskoranir í alþjóðamálum.

Lesa meira

11.6.2019 : Heimsókn aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi

IMG_8540Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. júní. Stoltenberg átti í kjölfarið fund með fulltrúum utanríkismálanefndar og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Lesa meira