Tilkynningar um alþjóðastarf

6.5.2022 : Ávarp forseta Úkraínu á íslensku

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og íslensku þjóðina við sérstaka athöfn í þingsal í dag. Ávarpið hefur verið þýtt yfir á íslensku og hægt er að lesa það hér.

Lesa meira

6.5.2022 : Ávarp forseta Úkraínu í þingsal Alþingis

HusidVolodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og íslensku þjóðina við sérstaka athöfn í þingsal í dag. Ávarp Zelenskís er sögulegt því að þetta er í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Lesa meira

5.5.2022 : Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina föstudaginn 6. maí kl. 14.00 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum. Ávarp Zelenskís er einstakur viðburður því þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Lesa meira

3.5.2022 : Sendinefnd frá Georgíu heimsækir Alþingi

Sendinefnd-fra-Georgiu-asamt-utanrikismalanefnd-03052022Sendinefnd frá þjóðþingi Georgíu, ásamt sendiherra landsins, heimsótti Alþingishúsið sl. laugardag, 30. apríl, og átti fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis. Í dag, þriðjudaginn 3. maí, hittu Georgíumenn svo formann og nefndarmenn í utanríkismálanefnd Alþingis að máli. Á báðum fundum var rætt um samskipti Alþingis og Georgíuþings og stöðuna í Úkraínustríðinu.

Lesa meira