Tilkynningar um alþjóðastarf

3.11.2021 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda funda í Kaupmannahöfn

Fundur-norraenna-thingforseta_1Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, sækir þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn og fund norræna þingforseta í boði Henrik Dam Kristensen, forseta danska þingsins, 2.–3. nóvember 2021.

Lesa meira

21.10.2021 : Ráðstefna forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja

WThTh_Athenu_Radstefna-forseta-thjodthinga-EvropuradsrikjaWillum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldin er í Aþenu 21.–22. október. Á dagskrá ráðstefnunnar eru meðal annars umræður um áhrif heimsfaraldursins á þjóðþing og lýðræði, umhverfis- og loftslagsmál og framtíðaráskoranir í samstarfi Evrópuráðsríkja.

Lesa meira

4.10.2021 : Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Svartfjallalandi

Fundur-forseta-thjodthinga-evropskra-smarikja-Svartfjallalandi-04102021Árlegur fundur forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja fór fram í Herceg Novi í Svartfjallalandi, mánudaginn 4. október 2021. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eiga aðild Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón. Fundinn sótti Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, en að auki var boðið forsetum þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó og San Marínó.

Lesa meira

8.9.2021 : Heimsráðstefna þingforseta haldin í Vínarborg

SJS-a-5.-heimsradstefnu-thingforseta-Vinarborg-7.-8.-september-2021Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sækir 5. heimsráðstefnu þingforseta sem haldin er í Vínarborg 7.–8. september í samstarfi Alþjóðaþingmannasambandsins, Inter-Parliamentary Union, og þjóðþings Austurríkis.

Lesa meira