Tilkynningar um alþjóðastarf

8.4.2019 : Forsetar þjóðþinga EFTA-ríkja sérstakir gestir á fundi þingforseta Evrópusambandsríkja

Fundur-forseta-thjodthinga-Evropusambandsrikja-i-VinarborgSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópusambandsríkja í Vínarborg 8.-9. apríl. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga Evrópusambandsríkja, fulltrúum Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB. Sérstakir gestir eru forseti norska Stórþingsins, forseti þjóðþings Sviss og forseti Alþingis.

Lesa meira

4.4.2019 : Forseti Alþingis sækir Svartfjallaland heim 3.–6. apríl

BladamannafundurSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Svartfjallalandi dagana 3. –6. apríl 2019 í boði Ivan Brajović, forseta þjóðþings Svartfjallalands. Á dagskrá heimsóknarinnar eru m.a. fundir með forseta þjóðþings Svartfjallalands, Ivan Brajović, og Milo Đukanović, forseta lýðveldisins. Einnig eru ráðgerðir fundir með formönnum fastanefnda þingsins og fulltrúum þingflokka. 

Lesa meira

29.3.2019 : Heimsókn pólskra þingmanna

Heimsokn-polskrar-sendinefndar-2_29032019Þingmenn sem eiga sæti í nefnd pólska þingsins um málefni Pólverja búsettra erlendis er í heimsókn á Íslandi á vegum sendiráðs Póllands í Reykjavík. Hafa þingmennirnir átt fundi með fulltrúum pólska samfélagsins á Íslandi og heimsóttu í dag Alþingishúsið þar sem þeir fengu fræðslu um Alþingi og funduðu með alþingismönnum. 

Lesa meira

18.3.2019 : Heimsókn framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins í Alþingi

Fundur-Islandsdeildar-IPU-m-Martin-Chungong-frkvstj-IPU18032019Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU, heimsótti Alþingi í dag, mánudaginn 18. mars, þar sem hann átti fund með formönnum, eða fulltrúum, þingflokka. Á fundinum ræddi hann jafnréttismál í þjóðþingum og mikilvægi þess að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun. Í framhaldi átti hann hádegisverðarfund með þingmönnum í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins og síðan mun hann eiga kvöldverðarfund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Lesa meira

30.11.2018 : Heimsókn færeyskra sveitarstjórnarmanna

Faereyskir-sveitarstjornarmenn-30112018Sveitarstjórnarmenn frá Rúnavík í Færeyjum heimsóttu Alþingi 30. nóvember og hittu Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta og formanni Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Bryndísi Haraldsdóttur, 6. varaforseta og nefndarmanni í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Lesa meira