Tilkynningar um alþjóðastarf

12.6.2019 : Forseti Þýskalands heimsækir Alþingi

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.4Forseti Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ræddu þeir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna, sem hafa verið með miklum ágætum um langt árabil, endurreisn íslensks efnahags eftir hrun og áskoranir í alþjóðamálum.

Lesa meira

11.6.2019 : Heimsókn aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi

IMG_8540Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. júní. Stoltenberg átti í kjölfarið fund með fulltrúum utanríkismálanefndar og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Lesa meira

14.5.2019 : Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Svíþjóð

Sendinefnd-i-RiksdagenSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Svíþjóð 14.-16. maí 2019 í boði Andreasar Norlén, forseta sænska þingsins. Með forseta í för eru varaforsetarnir Þorsteinn Sæmundsson og Bryndís Haraldsdóttir, ásamt Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, og Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Lesa meira

10.5.2019 : Fundir varnar- og öryggismálanefndar NATO-þingsins á Íslandi 8.-10. maí

NATO-hopur-09052019_2Varnar- og öryggismálanefnd NATO-þingsins fundar á Íslandi dagana 8.-10. maí 2019. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, leitar- og björgunarmál, norðurslóðastefna Íslendinga og formennska í Norðurskautsráðinu.

Lesa meira

8.4.2019 : Forsetar þjóðþinga EFTA-ríkja sérstakir gestir á fundi þingforseta Evrópusambandsríkja

Fundur-forseta-thjodthinga-Evropusambandsrikja-i-VinarborgSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópusambandsríkja í Vínarborg 8.-9. apríl. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga Evrópusambandsríkja, fulltrúum Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB. Sérstakir gestir eru forseti norska Stórþingsins, forseti þjóðþings Sviss og forseti Alþingis.

Lesa meira