Tilkynningar um alþjóðastarf

1.12.2017 : Heimsþingi WPL lýkur í Hörpu

Girl2Leader hópurinn í AlþingisgarðinumUndanfarna tvo daga hafa um 400 þingkonur og þjóðarleiðtogar fundað í Hörpu en ársþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders Global Forum, er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands.  

28.11.2017 : Forseti þjóðþings Lettlands heimsækir Alþingi

Heimsókn forseta þjóðþings LettlandsSteingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, tók á móti forseta þjóðþings Lettlands, fr. Inöru Murniece, í Alþingishúsinu í dag.

13.10.2017 : Forseti Alþingis hittir framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Forseti Alþingis og framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Patriciu Espinosa, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ræddu þær hlutverk kjörinna fulltrúa og þjóðþinga í baráttunni við loftslagsbreytingar en Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu Parísarsáttmálans á síðasta ári.   

11.10.2017 : Forseti Alþingis tekur á móti bandarískum öldungadeildarþingmanni

Unnur Brá Konráðsdóttir og Lisa MurkowskiUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tók í dag á móti bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lisu Murkowski frá Alaska. Þær ræddu hagsmuni Norðurslóða og mikilvægi samvinnu þingmanna á heimsskautasvæðinu. 

29.9.2017 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2018

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, í húsi Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.