Tilkynningar um alþjóðastarf

30.11.2018 : Heimsókn færeyskra sveitarstjórnarmanna

Faereyskir-sveitarstjornarmenn-30112018Sveitarstjórnarmenn frá Rúnavík í Færeyjum heimsóttu Alþingi 30. nóvember og hittu Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta og formanni Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Bryndísi Haraldsdóttur, 6. varaforseta og nefndarmanni í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Lesa meira

27.11.2018 : Rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum funda í Hörpu

IMG_0562Í dag, þriðjudaginn 27. nóvember, hefst Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu, þar sem rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum koma saman til að ræða leiðir til að tryggja aukin tækifæri kvenna og læra af reynslu Íslendinga varðandi árangur í jafnréttismálum.

Lesa meira

26.11.2018 : Hópur af heimsþingi kvenleiðtoga í heimsókn á Alþingi

IMG_0573Alþingi fékk góða gesti nú í morgun þegar hópur kvenna af heimsþingi kvenleiðtoga, Women Political Leaders Global Forum, kom í skoðunarferð um Alþingishúsið. Heimsþingið er haldið í Hörpu dagana 27.–28. nóvember og í því taka þátt yfir 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum.

Lesa meira

1.11.2018 : Bókargjöf frá Stórþinginu í tilefni af fullveldisafmæli

Gjof-fra-Storthinginu-okt-2018Alþingi hefur fengið að gjöf frá norska Stórþinginu íslenska þýðingu á bókinni Landnám Íslands frá Noregi eftir Þormóð Torfason, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018. Gjöfina afhenti Tone W. Trøen, forseti Stórþingsins, Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í tengslum við þing Norðurlandaráðs og fund norrænna þingforseta í Ósló.

Lesa meira

31.10.2018 : Norðurlandaráðsþing í Ósló

Stortinget-Nordurlandaradsthing-201870. þing Norðurlandaráðs fer fram í Stórþinginu í Ósló dagana 30. október til 1. nóvember. Sex íslenskir þingmenn taka þátt í þinginu, þar sem m.a. er rætt um ógnir við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndum og norrænt löggjafarsamstarf.

Lesa meira