Tilkynningar um alþjóðastarf

12.10.2018 : Forseti öldungadeildar pólska þingsins heimsækir Alþingi

Stanislaw Karczewski og Steingrímur J. SigfússonStanislaw Karczewski, forseti öldungadeildar pólska þingsins, er í heimsókn á Íslandi 12.-14. október ásamt sendinefnd öldungadeildarþingmanna, menntamálaráðherra Póllands og aðstoðarutanríkisráðherra. Hann heimsótti Alþingi föstudaginn 12. október og átti þar fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis og forsætisnefnd.

20.9.2018 : Fundur forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja í Liechtenstein

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkjaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir í dag, 20. september, árlegan fund forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja, sem að þessu sinni er haldinn í Vaduz í Liechtenstein. Fundinn sækja forsetar þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins með íbúafjölda undir einni milljón. 

18.9.2018 : Forseti Alþingis heimsækir Færeyjar

Steingrimur-J.-Sigfusson-og-Pall-a-Reynatugvu-800x600-bSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heimsækir Færeyjar í dag, 18. september, í boði Páls á Reynatúgvu, forseta færeyska Lögþingsins.

17.9.2018 : Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

Tólfti fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB fer fram þriðjudaginn 18. september í Hörpu og hefst hann kl. 9:30. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, Brexit, jafnréttismál, viðskiptamál og alþjóðamál.

3.7.2018 : Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins

Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Qingli, til forseta AlþingisSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Zhang Qingli, varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, og sendinefnd í Alþingi.