Tilkynningar um alþjóðastarf

26.11.2020 : Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hittast á fjarfundi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hitti þingforseta norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja á fjarfundi í dag að frumkvæði forseta finnska þingsins, fr. Anu Vehviläinen. Ræddu þingforsetarnir stöðu kórónuveirufaraldursins og viðbrögð þjóðþinganna í löndunum átta en viðsjár eru víða í fjölgun smita. 

Lesa meira

9.11.2020 : Heimsþing kvenleiðtoga haldið í þriðja sinn

2_WLGF_SPEECHMARKS_RGB-01Heimsþing kvenleiðtoga er haldið í þriðja sinn í samstarfi Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og samtakanna Women Political Leaders, WPL, dagana 9.–11. nóvember. Að þessu sinni er heimsþingið að fullu rafrænt vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fjöldi þingmanna tekur þátt í þinginu að þessu sinni, víða að úr heiminum, ásamt núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogum. 

Lesa meira

27.10.2020 : Fjarfundur forseta norrænu þjóðþinganna

Fjarfundur-forseta-norraenu-thjodthinganna_SJSÁrlegur fundur forseta norrænu þjóðþinganna, sem halda átti í tengslum við Norðurlandaráðsþing á Íslandi, var haldinn í fjarfundaformi í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ræddu þingforsetarnir viðbrögð þjóðþinganna við heimsfaraldrinum og þau áhrif sem hann hefur haft á störf þinganna, en einnig áhrif faraldursins á efnahag og samfélag. 

Lesa meira

26.10.2020 : Stafrænir fundir í stað Norðurlandaráðsþings

67. Norðurlandaráðsþing í Hörpu

Norðurlandaráðsþingi sem halda átti í Reykjavík þessa viku var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir það er fundað í nefndum, landsdeildum og flokkahópum. Allir fundir eru fjarfundir en vikan verður samt sem áður hápunktur norrænna stjórnmála árið 2020, því fjölmargir mikilvægir pólitískir leiðtogafundir verða haldnir dagana 26.–30. október. Vegna hinnar norrænu þingviku eru engir þingfundir á Alþingi þessa viku.

Lesa meira