Markmið alþjóðastarfsins
Alþjóðastarf er veigamikill hluti af starfsemi Alþingis líkt og annarra þjóðþinga og hefur verið um langt árabil. Meginmarkmið alþjóðastarfs Alþingis eru eftirfarandi:
- Efling samskipta þinga og þjóða með tvíhliða samskiptum milli þjóðþinga og marghliða samstarfi á vettvangi alþjóðlegra þingmannasamtaka.
- Framþróun lýðræðis, mannréttinda og réttarríkisins og lausn ágreinings milli þjóða.
- Þáttaka í þingmannasamstarfi um stærstu áskoranir samtímans sem ganga þvert á landamæri, s.s. loftslagsmál, norðurslóðamál og jafnréttismál.
- Þekkingaröflun þingmanna í alþjóðamálum sem eflir þá í að hafa eftirlit með ríkisstjórninni og veita henni aðhald í utanríkismálum.
- Þátttaka í formlegri málsmeðferð og ákvörðunum á vettvangi alþjóðlegra þingmannasamtaka.
- Þátttaka í eftirliti alþjóðlegra þingmannasamtaka með milli-landasamstarfi.
Auk þessara markmiða tekur Alþingi þátt í starfi átta alþjóðlegra þingmannasamtaka sem hver um sig hafa skýrt skilgreind markmið og málefnasvið.