Almennar upplýsingar

Öllum fyrirspurnum til skrifstofu Alþingis skal beint á netfangið althingi@althingi.is eða í síma 563 0500

Skiptiborðið er opið kl. 8–16 mánudaga til föstudaga. Fræðsla

Boðið er upp á fjölbreyttar fræðsluleiðir fyrir skólahópa. Á fræðslusíðu Alþingis má nálgast upplýsingar um það sem í boði er. Einnig er hægt að sníða efnistök að þörfum hvers og eins hóps.

Bóka heimsókn fyrir skólahóp

 
Á Skólaþingi fara nemendur í 10. bekk grunnskóla í hlutverkaleik og fylgja reglum um starfshætti Alþingis. 

Bóka heimsókn í Skólaþing


Umsagnir

Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði.

Meginreglan er sú að umsagnir eru birtar á vef Alþingis.

Leiðbeiningar um umsagnir um þingmál Umsagnir og athugasemdir um þingmál: nefndasvid@althingi.is

Beiðnir um aðgang að umsögnum vegna þingmála sem ekki eru aðgengilegar á vef Alþingis: nefndasvid@althingi.is


Rafrænir reikningar

Allir reikningar vegna kaupa skrifstofu Alþingis á vöru og þjónustu skulu berast rafrænt (í gegnum skeytamiðlara).

Hægt er að senda rafrænan reikning til Alþingis í gegnum Skúffuna.

Ekki er tekið við reikningum í gegnum tölvupóst.

Nánari upplýsingar: bokhald@althingi.is

Kennitala Alþingis: 420169–3889