Með leyfi forseta

Skrifstofa Alþingis gaf út ritið Með leyfi forseta árið 2002 í tilefni þess að þá voru 50 ár liðin frá því að vélræn upptaka á þingræðum hófst. Í ritinu eru greinar um ræðuritun og útgáfu á þingtíðindum. Sagt er frá upphafi og aðdraganda segulbandsupptöku og þróun ræðuvinnslunnar. Fjallað er um breytingar á störfum ritara þegar tölvutæknin kom til og greint frá ritstjórnarreglum og gildi þingræðna við lagaskýringar.

Með leyfi forseta