Kosningar og kosningaúrslit

Á þessum hluta vefs Alþingis er að finna ýmsar upplýsingar um alþingiskosningar frá því að þær voru fyrst haldnar árið 1844 til samtímans. Megináherslan er á úrslit kosninga frá því að kjördæmabreyting var gerð árið 1959 og hlutfallskosningar innleiddar um allt landið en einnig er fjallað um kosningar fyrri tíðar, allt frá 1844, og vikið að þróun kosningarréttar, kosningaþátttöku, kjördæmaskiptingu o.fl. sem varðar skipulag og framkvæmd alþingiskosninga.

Þingkosningar, reglur sem um þær gilda og framkvæmd kosninga eru afar mikilvægur þáttur fulltrúalýðræðisins. Frá því að konungkjör þingmanna var aflagt árið 1915 hafa allir þingmenn á Alþingi verið þjóðkjörnir og engin önnur leið verið að þingsæti en stuðningur nægilega margra kjósenda til þess trúnaðarstarfs sem þingmennska í fulltrúalýðræði er.

Á vefnum eru einnig almennar upplýsingar um alþingiskosningar.