Öryggismál og meðhöndlun persónupplýsinga
Vefur Alþingis safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur.
Mælingar á notkun
Umferð um vefsvæðið er mæld með vefmælingakerfinu Plausible.
Plausible safnar ekki persónugreinanlegum gögnum og notar ekki vefkökur. Þjónusta Plausible byggir á skammlífum auðkennum og notar ekki persónuupplýsingar.
Gögn sem Plausible safnar eru m.a. fjöldi flettinga á vefsíðum og skjölum, upplýsingar frá tækjum sem heimsækja vefinn (s.s. tegund vafra, stýrikerfi, skjáupplausn, staðsetning niður á bæjarfélag), hvaða vefsíður vísuðu á vefinn og á hvaða vefi Alþingisvefurinn vísaði. Nánari upplýsingar eru á vef Plausible.
Deiling á efni
Á vefsíðum þar sem boðið er upp á að deila síðunni er náð í efni frá Twitter, Facebook og LinkedIn, við það sendir vafrinn upplýsingar á viðkomandi þjónustu.
Umsagnir og innsend erindi til þingnefnda
Forsætisnefnd hefur sett reglur um meðferð erinda til þingnefnda.
Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði og hefur slík umsögn sömu stöðu og þær sem berast samkvæmt beiðni nefndar. Meginreglan er sú að aðgangur að erindum til nefnda er öllum heimill og eru þau birt á vef.
Um erindi sem hafa að geyma trúnaðarupplýsingar fer eftir reglum forsætisnefndar um meðferð upplýsinga sem háðar eru þagnarskyldu eða bundnar fyrirmælum um trúnað.
Samfélagsmiðlar
Alþingi er á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter, sem hafa hver sína eigin persónuverndarstefnu. Notendur eru hvattir til að kynna sér persónuverndarstefnu þessara miðla. Alþingi er ábyrgðaraðili efnis sem birtist á samfélagsmiðlum þess.Markmið Alþingis með þátttöku á samfélagsmiðlum eru tvíþætt:
Fræðsla
- Að fræða almenning um hlutverk þingsins og dagleg störf
- Að auka skilning almennings á störfum þingsins
Stuðningur við lýðræðið
- Að auka gegnsæi og sýnileika Alþingis út á við
- Að vekja athygli á lýðræðislegum rétti borgaranna
- Að vekja áhuga á stjórnmálum
- Að auka áhuga almennings á þinginu
Persónuverndarstefna Facebook
Persónuverndarstefna Instagram
Persónuverndarstefna Twitter