Öryggismál og meðhöndlun persónupplýsinga

Vefur Alþingis safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Mælingar á notkun

Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun (Google Analytics). Google kann að búa yfir meiri upplýsingum um notendur að baki þeim fjöldatölum. 

Fyrir notendur sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra og sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar.

Deiling á efni

Á vefsíðum þar sem boðið er upp á að deila síðunni er náð í efni frá Twitter, Facebook og LinkedIn, við það sendir vafrinn upplýsingar á viðkomandi þjónustu.

Umsagnir og innsend erindi til þingnefnda

Forsætisnefnd hefur sett reglur um meðferð erinda til þingnefnda.

Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði og hefur slík umsögn sömu stöðu og þær sem berast samkvæmt beiðni nefndar. Meginreglan er sú að aðgangur að erindum til nefnda er öllum heimill og eru þau birt á vef.

Um erindi sem hafa að geyma trúnaðarupplýsingar fer eftir reglum forsætisnefndar um meðferð upplýsinga sem háðar eru þagnarskyldu eða bundnar fyrirmælum um trúnað.

Samfélagsmiðlar

Alþingi er á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter, sem hafa hver sína eigin persónuverndarstefnu. Notendur eru hvattir til að kynna sér persónuverndarstefnu þessara miðla. Alþingi er ábyrgðaraðili efnis sem birtist á samfélagsmiðlum þess.

Markmið Alþingis með þátttöku á samfélagsmiðlum eru tvíþætt:

Fræðsla

  • Að fræða almenning um hlutverk þingsins og dagleg störf
  • Að auka skilning almennings á störfum þingsins

Stuðningur við lýðræðið

  • Að auka gegnsæi og sýnileika Alþingis út á við
  • Að vekja athygli á lýðræðislegum rétti borgaranna
  • Að vekja áhuga á stjórnmálum
  • Að auka áhuga almennings á þinginu

Persónuverndarstefna Facebook

Persónuverndarstefna Instagram

Persónuverndarstefna Twitter