Upplýsingar um þingstörfin

Þingfundir, ræður og skjöl á vef

Ýmsar leiðir eru til að kynna sér störf Alþingis. Þingskjöl og ræður eru aðgengileg á vef Alþingis. Þingskjöl birtast þar eftir að þeim hefur verið útbýtt í þingsalnum og ný þingskjöl og nýsamþykkt lög og ályktanir birtast á forsíðu vefsins. Fundargerðir þingfunda (gerðabók) birtast jafnóðum á vefnum. Ræður eru birtar á vefnum eftir fyrsta yfirlestur.

Dagskrá þingfunda og nefndafunda

Dagskrá þingfunda er birt á forsíðu vefs Alþingis. Dagskrá Alþingis er einnig birt á síðu 230 í textavarpi sjónvarpsins. Fundir nefnda og dagskrár eru á forsíðu vefsins. Nánari upplýsingar um nefndastarf eru veittar hjá nefndasviði, í síma 563 0420.

Staða mála

Á vefnum er hægt að sjá stöðu þingmála.

Þingpallar

Á meðan þingfundur stendur eru þingpallar öllum opnir. Þingpallarnir eru á þriðju hæð Alþingishússins. Gengið er inn á þingpallana frá Templarasundi.

Bein útsending frá þingfundum og opnum nefndarfundum

Sjónvarpað er beint frá þingfundum á RÚV 2 frá því að þingfundur hefst þar til regluleg sjónvarpsdagskrá hefst á rásinni. Sjónvarpað er óslitið frá þingfundum og opnum nefndarfundum á Alþingisrásinni sem finna má á dreifikerfum Vodafone og Símans. Enn fremur eru beinar útsendingar frá þingfundum og opnum nefndarfundum á vef Alþingis.