Þingskapanefnd

Samkvæmt samkomulagi milli þingflokkanna á Alþingi um að halda áfram þeirri endurskoðun þingskapa sem unnið var að á  vetrarþingi 2013 starfaði þingskapanefnd á 143. þingi (2013-2014) og áfram á 144. þingi 2014-2015.

Samkvæmt 32. grein þingskapa er heimilt að kjósa sérnefndir til að fjalla um einstök mál en um þær gilda sömu reglur og um fastanefndir þingsins eftir því sem við á.

Þingskapanefnd hefur verið kjörin nokkrum sinnum til að vinna að endurskoðun þingskapa.

Þingskapanefnd var kosin á 140. þingi, samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 84 frá 2011 um þingsköp Alþingis, til að vinna að frekari endurskoðun þingskapa, hún starfaði einnig á 141. löggjafarþingi.

Á 139. þingi starfaði þingskapanefnd sem hafði það hlutverk að fjalla um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.), 596. mál.

Þingskapanefnd starfaði á 107. þingi (1984-1985). En kosið var í hana á 106. þingi (1983-1984). Sú nefnd fjallaði um frumvarp til laga um þingsköp Alþingis, mál 416.