Laus störf

Auglýsingar um laus störf

Hér eru birtar auglýsingar um laus störf á skrifstofu Alþingis, laus störf eru einnig auglýst á Starfatorgi.

Laust starf hagfræðings á nefndasviði

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir hagfræðingi með sérþekkingu á sviði efnahagsmála og þjóðhagfræði til að sinna sérfræðiaðstoð og -þjónustu við þingnefndir og þingmenn. Hagfræðingurinn mun starfa á nefndasviði Alþingis og sinna þar m.a. greiningu tölfræðilegra gagna, skoða tengsl áhrifaþátta í hagkerfinu og vinna spár fyrir þingmenn og þingnefndir.

Lesa meira

Embætti skrifstofustjóra Alþingis

Auglýst er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Alþingis. Störf skrifstofustjóra Alþingis eru bæði fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi. Þar starfa um 130 manns sem sinna margvíslegum verkefnum. Að þingmönnum meðtöldum er Alþingi vinnustaður um 200 manna.

Lesa meira