Trúnaðarmenn þingflokka

Neðangreindir þingflokksformenn eða aðrir þingmenn sem þingflokkur hefur tilnefnt í hlutverk trúnaðarmanns bera ábyrgð á að brugðist sé við tilkynningum og ábendingum um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og aðra vanvirðandi framkomu í samræmi við stefnu og viðbragðsáætlun þegar alþingismenn eiga í hlut. Trúnaðarmaður þingflokks ber sömu skyldur og þingflokksformaður samkvæmt áætluninni og birta skal nöfn þeirra á vef Alþingis.