Um vef Alþingis

Markmið

  • Að veita aðgang að opinberum gögnum og upplýsingum um störf Alþingis.
  • Að auka þekkingu á Alþingi, sögu þess, hlutverki og starfsháttum.

Efni 

  • Á forsíðu vefsins er yfirlit yfir störf yfirstandandi þings. Þar má finna lista yfir þingfundi og heimsóknir,  nefndarfundi, tilkynningar og útsendingu af yfirstandandi fundi. 
  • Dagskrá þingfunda er birt á forsíðu og listi yfir ný þingskjöl, ný lög og ályktanir og nýjustu upptökur af fundum (allir þingfundir eru sendir út á vef þingsins og upptökur af þeim eru aðgengilegar frá haustinu 2007). 

Persónuvernd

Vefur Alþingis safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics. Nánari upplýsinga um persónuvernd á Alþingisvefnum.

Lagasafn

Lagasafnið er uppfært á vef Alþingis tvisvar eða þrisvar á ári, að loknu haustþingi og vorþingi ár hvert og að loknu sumarþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Eldri útgáfur lagasafnsins á vefnum ná aftur til ársins 1995.

Þingsályktanasafn 

Þingsályktanasafn Alþingis nær eins og er aftur til haustsins 1988 (111. löggjafarþings). Þar eru birtar allar þingsályktanir sem Alþingi hefur samþykkt frá þeim tíma. Hægt er að skoða þær eftir þingum, heiti þeirra eða efnisflokkum. Nýjar ályktanir bætast við jafnóðum.

Þingmál

Öll þingskjöl sem lögð eru fram eru birt á vef Alþingis, sem og umræður á þingfundum. Upplýsingar um hvert þingmál birtast á vef jafnóðum, t.d. um flutningsmenn, ræður, atkvæðagreiðslur, umsagnir og fundargerðir nefnda. Samantektir um þingmál, unnar af rannsókna- og upplýsingaskrifstofu Alþingis, hafa verið birtar frá upphafi árs 2013.

Þingmenn

Yfirlit um þingstörf hvers þingmanns er hægt að kalla fram, þ.e. öll mál sem viðkomandi flytur, ræður og atkvæðagreiðslur eftir þingum. Upplýsingar um þingmenn og varamenn, nefndasetu, flutningsmenn og meðflutningsmenn, ræðumenn og umræður, þingmál og þingskjöl o.fl. eru aðgengilegar á vefnum aftur til ársins 1907, 20. löggjafarþings. Skráning þingmanna og þingsetutímabil þeirra nær aftur til 1. löggjafarþings árið 1875.

Nefndir

Fundargerðir nefnda eru aðgengilegar á vef Alþingis frá og með haustinu 2011 og innsend erindi og umsagnir um þingmál frá árinu 2001. Upptökur af opnum fundum sem sendir eru út er að finna á vef Alþingis, en fyrsti opni nefndarfundurinn var haldinn haustið 2008.

Fræðsluefni

Undir Um Alþingi er að finna ýmiskonar fræðsluefni um Alþingi.

Leit

Flýtileit er á forsíðu og efst á öllum síðum.  Ítarleit gefur möguleika á yfirliti yfir hin ýmsu efni. Orðaleit er möguleg í þingskjölum, ræðum og erindum hvers þings, einnig í lagasafni og á upplýsingasíðum.
Hægt er að leita í atkvæðagreiðslum aftur til 115. löggjafarþings, þ.e. frá og með hausti 1991 þegar rafrænar atkvæðagreiðslur hófust. 

Unnið hefur verið að skráningu gagna og skönnun eldri Alþingistíðinda (þingskjöl, efni þingfunda og efnisyfirlit) en gátun á skráningu og frágangi allra þessara upplýsinga er ekki lokið.

Áskrift

Rafræn áskrift, RSS, er möguleg á vef Alþingis og birtist appelsínugulur RSS-hnappur við það efni sem gerast má áskrifandi að. Nefna má tilkynningar á forsíðu, ný lög, nýjar ályktanir, ný þingskjöl, lagafrumvörp og nýjar þingsályktunartillögur, skýrslur, fyrirspurnir, þingmál í umsagnarferli, nýbirtar ræður, tilbúnar ræður, hlaðvarp með ræðum, samantektir um þingmál og þingmál eftir efnisflokkum.

Hægt er að gerast áskrifandi að ferli hvers máls og að ákveðnum leitarniðurstöðum. Notendur geta fengið áskrift að völdu efni á svæði sitt í RSS-lesara með því að smella á RSS-hnappinn og fæst þá aðgangur að RSS-veitunni.  Notendur geta safnað mörgum efnisyfirlitum og fylgst með nýju efni á fjölda vefja í einu í RSS-lesara. Notendur geta nýtt XML og RSS-strauma til að birta nýjustu færslur af völdu efni á eigin vefmiðlum.

Aðrir vefir

Farsímaútgáfa

Einföld farsímaútgáfa er á slóðinni m.althingi.is. Þar er að finna fundi og heimsóknir, tilkynningar, dagskrá Alþingis, nýjustu þingskjölin, mælendaskrá og mál sem eru í umsagnarferli.

Twitter

Á Twitter-síðu Alþingis twitter.com/althingi er m.a. miðlað tilkynningum sem birtar eru á forsíðu vefs Alþingis, tilkynningum um dagskrá þingfunda, tilkynningum um upphaf þingfunda með vísun í beina útsendingu, tilkynningum um lok þingfunda með vísun í upptöku af fundi, málum í umsagnarferli, nýjum lögum og nýjum ályktunum Alþingis.

Flickr

Ljósmyndir frá Alþingi eru á Flickr síðu skrifstofu Alþingis .

Tengingar í aðra vefi

Fjölda tenginga á síður fjölþjóðastofnana og erlendra opinberra stofnana er að finna á vef Alþingis. Einkum er lögð áhersla á tengingar í vefi sem fjalla um stjórnmál og skyld efni, og ýmsa aðra upplýsingavefi. Skrifstofa Alþingis ber ekki ábyrgð á efni sem notendur kunna að tengjast með því að notfæra sér tengingar í önnur vefföng frá vef Alþingis.

Fyrirspurnir

Öllum fyrirspurnum og ábendingum um vef Alþingis skal beint til ritstjóra vefs Alþingis.
Netfang: ritstjori@althingi.is Sími: 563 0500.

©Skrifstofa Alþingis

Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Vigfússon, Jóhannes Long, Kristinn Magnússon, Kristján Pétur Guðnason, Páll Stefánsson, Pétur Brynjólfsson/Þjms., Skafti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Vigfús Sigurgeirsson, Þorleifur Þorleifsson/Þjms o.fl.
Kort af kjördæmaskipan: Landmælingar Íslands.

Notkun ljósmynda af vef Alþingis, annarra en portrettmynda af þingmönnum sem merktar eru með leyfi til endurbirtingar, er óheimil nema með leyfi ljósmyndara. Beina skal fyrirspurnum varðandi myndanotkun til ritstjóra vefs Alþingis. Netfang: ritstjori@althingi.is

Portrettljósmyndir af alþingismönnum sem teknar eru árið 2016 og síðar eru merktar ljósmyndara og með eftirfarandi texta um leyfi til endurbirtingar þeirra: Endurnotkun þessarar ljósmyndar er öllum frjáls, með því skilyrði að nafn ljósmyndara komi fram þar sem hægt er að koma því við. Að auki ber að virða sæmdarrétt höfundar þannig að endurnotkun afbaki ekki eða breyti verki höfundar að skert geti höfundarheiður hans eða sérkenni.

Hönnun útlits vefs Alþingis: Hugsmiðjan