Alþjóðastarf forseta Alþingis

 • Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
  Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í vinnuheimsókn í Bandaríkjunum.
  © Tomas Enqvist
 • Opinber heimsókn forseta finnska þingsins
  Opinber heimsókn forseta finnska þingsins til Íslands í janúar 2017.
  © Bragi Þór Jósefsson.
 • Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu
  Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu
 • Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu
  Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu
 • Heimsókn forseta austurríska þingsins
  Heimsókn forseta austurríska þingsins
 • Heimsókn rússneskra þingmanna
  Heimsókn rússneskra þingmanna
 • Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja ásamt forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
  Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja ásamt forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
  © Tomas Enqvist

Forseti og forsætisnefnd Alþingis hafa umsjón með alþjóða­starfi Alþingis, þar með talið starfi alþjóðanefnda. Jafnframt heyrir þátttaka í ákveðnum viðburðum beint undir forseta Alþingis. Þá ber forseti ábyrgð á samskiptum Alþingis við önnur þjóðþing. Loks berast árlega fjölmörg boð um þátttöku í ráðstefnum og fundum sem ekki falla undir verksvið alþjóðanefnda og ákveður forseti þá hverju sinni hvort og hvernig þátttöku Alþingis skuli háttað. 

Fundir forseta þjóðþinga Norður­­l­andanna og Evrópu­ráðs­ríkja

Forsetar þjóðþinga Norður­landa halda fundi árlega, en forsetar þjóðþinga Evrópu­ráðsríkja annað hvert ár. Þjóðþingin skiptast á um að halda fundina og eru þeir mikilvægur vettvangur til að ræða starfsemi þinganna, bera saman bækur og skiptast á upplýsingum. Þar eru rædd mál eins og t.d. framkvæmd þingskapa og breytingar á þeim, hlutverk nefnda, fyrirkomulag umræðna í þingum, starfsemi alþjóða­samtaka sem þingin eiga aðild að, aðstoð þeirra við önnur þing o.fl. Forseti Alþingis sækir að jafnaði þessa fundi.

Samskipti við þjóðþing

Samskipti Alþingis við önnur þjóð­þing heyra undir forseta Alþingis og forsætisnefnd. Slík samskipti fara fram með gagnkvæmum opinberum heimsóknum. Markmiðið er margþætt. Í slíkum heimsóknum ræða forsetar þjóðþinganna pólitísk málefni, mál sem snerta sérstaklega samskipti þjóðanna auk þess sem utanríkis- og alþjóðamál eru oft ofarlega á baugi. Opin­berum heimsóknum er enn fremur ætlað að efla samskipti þinganna og gefa þátt­takendum betri innsýn í starfsemi og starfshætti annarra þinga auk þess að vera mikilvægur vettvangur skoðanaskipta. Forseti fer að jafnaði fyrir sendinefndum Alþingis í opinberar heimsóknir og tekur á móti sendi­nefndum er sækja Alþingi heim. Auk opinberra heimsókna tekur Alþingi á ári hverju á móti einstökum þingmönnum eða þingmanna­hópum sem koma til Íslands á eigin vegum en óska eftir fundum með alþingis­mönnum. Forseti Alþingis ákveður fyrirkomulag slíkra heimsókna.

Erlendir tignargestir

Þegar þjóð­höfðingjar og aðrir tignargestir koma í opinberar heimsóknir til Íslands er venja að þeir komi í kurteisis­heimsókn í Alþingis­húsið og tekur forseti Alþingis á móti þeim og ávarpar í þingsal.

Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og EystrasaltsríkjaForsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í vinnuheimsókn til Bandaríkjanna í júní 2017. ©Tomas Enqvist