Tilkynningar um nefndarstörf

23.5.2022 : Nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.

18.5.2022 : Utanríkismálanefnd heimsækir Eistland og Finnland 16.–19. maí

20220518_133628_resized_1Utanríkismálanefnd Alþingis átti í dag fundi með utanríkismálanefnd finnska þingsins og Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í Helsinki. Á fundunum var einkum fjallað um umsókn Finna um aðild að NATO og breytt öryggisumhverfi í Evrópu í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

17.5.2022 : Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun.

16.5.2022 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þriðjudaginn 17. maí um fræðslu og menntun lögreglumanna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 17. maí í húsnæðis nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma. Gestir fundarins verða Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar.

27.4.2022 : Opinn fundur fjárlaganefndar föstudaginn 29. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 29. apríl í  húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 kl. 8:30 til 9:30. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,  Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

26.4.2022 : Opinn fundur fjárlaganefndar miðvikudaginn 27. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 27. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 kl. 9 til 11. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður.

24.4.2022 : Fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl lokaður og fundi með fulltrúum Bankasýslunnar frestað til miðvikudags

Fundur í fjárlaganefnd Alþingis mánudaginn 25. apríl verður lokaður en ekki opinn eins og áður hafði verið boðað. Gestir fundarins verða fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dagskrárefnið er fjármálaáætlun 2023–2027. Fundinum sem vera átti með fulltrúum Bankasýslu ríkisins um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka hefur verið frestað til miðvikudagsins 27. apríl að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann kl. 9:00.

8.4.2022 : (Fundi frestað til miðvikudagsins 27. apríl) Opinn fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 25. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

30.3.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd föstudaginn 1. apríl

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 1. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 11:15. Fundarefnið er samskipti íslenskra stjórnvalda við samstarfsríki varðandi refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi frá 2010. Gestur fundarins verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

29.3.2022 : Nefndadagar 31. mars og 1. apríl

Fimmtudagur 31. mars og föstudagur 1. apríl eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.