Tilkynningar um nefndarstörf

15.10.2021 : Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú birt á vef Alþingis gögn í tengslum við umfjöllun sína og undirbúning rannsóknar kjörbréfa í samræmi við 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar.

14.10.2021 : Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

12.10.2021 : Verklagsreglur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa samþykkti á fundi sínum 8. október verklagsreglur. Í þeim eru m.a. ákvæði um hlutverk undirbúningsnefndar, gagna- og upplýsingaöflun, málsmeðferð kærumála, opna fundi og aðgengi að gögnum.

8.10.2021 : Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mánudaginn 11. október

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund  mánudaginn 11. október kl. 10:30. Fundarefnið er undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa og gestur fundarins verður Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

4.10.2021 : Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa

Í samræmi við 3. mgr. 1. gr. þingskapa hefur starfandi forseti Alþingis falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi. Nefndarmenn eru tilnefndir af þingflokkunum.

23.8.2021 : Opinn fjarfundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mánudaginn 30. ágúst

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund mánudaginn 30. ágúst kl. 10–12. Fundarefnið er verklag nefndar um eftirlit með lögreglu.

17.8.2021 : Sumarfundur forsætisnefndar í Eyjafirði

Sumarfundur-forsaetisnefndar-17082021Forsætisnefnd Alþingis heldur sinn árlega sumarfund á Hótel Natur á Þórisstöðum í Eyjafirði 16.–17. ágúst. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur, auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

12.8.2021 : Fundi frestað: Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

ATH. Fundinum hefur verið frestað. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. ágúst kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um verklag nefndar um eftirlit með lögreglu. 

20.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 28. maí

Föstudaginn 28. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla og er samkvæmt venju fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.

20.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 21. maí

Föstudaginn 21. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla og er samkvæmt venju fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.