Tilkynningar um nefndarstörf

15.1.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um skipan sendiherra – upptaka

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndOpinn fundur um skipan sendiherra verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 16. janúar kl. 10:30. Upptaka af fundinum.

3.1.2019 : Nefndadagar 15.–17. janúar

Opinn fundur hjá velferðarnefnd um barnaverndarmálSamkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar 15.–17. janúar næstkomandi.

20.12.2018 : Starfshópur um endurskoðun kosningalaga tekur til starfa

MBL0183512Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur tekið til starfa. Til að tryggja breiða aðkomu að endurskoðun kosningalaganna gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri um efnið á fyrstu stigum vinnunnar og skulu þær sendar til lagaskrifstofu Alþingis á netfangið kosningalog@althingi.is fyrir 22. janúar 2019. Fylgjast má með störfum starfshópsins á sérstöku vefsvæði

17.12.2018 : Forseti og varaforsetar segja sig frá meðferð siðareglumáls

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann og varaforsetar hafi sagt sig frá meðferð siðareglumálsins. Tilkynningin hljóðar svo: Forsætisnefnd hefur haft til umfjöllunar erindi átta þingmanna er lýtur að ummælum þingmanna á bar 20. nóvember sl. og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikur. Hefur málið verið til athugunar sem mögulegt brot á siðareglum fyrir alþingismenn.

21.11.2018 : Nefndadagar 29. og 30. nóvember

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis þannig að nefndadagar í næstu viku verða fimmtudaginn 29. nóvember og föstudaginn 30. nóvember.

30.10.2018 : Nefndadagar 1. og 2. nóvember

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru fyrstu nefndadagar 149. löggjafarþings 1. og 2. nóvember. 

15.10.2018 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um skýrslu umboðsmanns Alþingis 2017 - bein útsending

Opinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2017 miðvikudaginn 17. október kl. 9.30. Bein útsending verður frá fundinum.

28.5.2018 : Nefndadagar 30. maí og 1. júní

Allsherjar- og menntamálanefnd í desember 2017Forsætisnefnd hefur samþykkt þá breytingu á starfsáætlun Alþingis að miðvikudaginn 30. maí verði ekki þingfundur en fastanefndir þingsins fundi í staðinn. Föstudagurinn 1. júní er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun. 

2.5.2018 : Fundir í nefndum 4. og 7. maí

Allsherjar- og menntamálanefnd í desember 2017Fundir verða í nefndum Alþingis 4. og 7. maí. Sjá yfirlit yfir mál til umfjöllunar hjá fastanefndum Alþingis.

1.5.2018 : Fundur velferðarnefndar um barnaverndarmál

Merki AlþingisFundur í velferðarnefnd Alþingis miðvikudaginn 2. maí kl. 10 um barnaverndarmál verður lokaður en ekki opinn eins og áður hefur verið boðað.