Tilkynningar um nefndarstörf

28.11.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 30. nóvember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 30. nóvember í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 10:30. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

22.11.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 23. nóvember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 23. nóvember í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:45 og stendur til 11:00. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

21.11.2022 : Nefndadagur föstudaginn 25. nóvember

VEL_adalmynd_Velferdarnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_1Föstudagurinn 25. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

15.11.2022 : Nefndadagur föstudaginn 18. nóvember

Efnahags-og-vidskiptanefnd_des2021_BThJFöstudagurinn 18. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

1.11.2022 : Nefndadagur fimmtudaginn 3. nóvember

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Fimmtudagurinn 3. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

17.10.2022 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þriðjudaginn 18. október kl. 9:10

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 18. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er kynning Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á skýrslu sinni. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.

17.10.2022 : Heimsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til Noregs

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heimsækir Ósló dagana 17.–19. október 2022. Nefndin mun kynna sér störf systurnefndar sinnar hjá Stórþinginu, eftirlits- og stjórnskipunarnefndarinnar (n. kontroll- og konstitusjonskomiteen). 

12.10.2022 : Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd fimmtudaginn 13. október kl. 8:30

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 13. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er markmið í loftslagsmálum.

27.9.2022 : Fræðsluferð allsherjar- og menntamálanefndar til Noregs og Danmerkur

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.-30. september 2022 til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Nefndin heimsækir þing, ráðuneyti og stofnanir auk félagasamtaka.

23.9.2022 : Nefndadagur miðvikudaginn 28. september

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Miðvikudagur 28. september er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir allan daginn. Við ákvörðun um fundartíma nefnda er m.a. litið til verkefnastöðu en jafnframt er reynt að tryggja nefndum sem sambærilegastan fundartíma.