Tilkynningar um nefndarstörf

11.5.2021 : Nefndadagar 12. og 14. maí

Miðvikudaginn 12. maí og föstudaginn 14. maí eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

6.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 7. maí

Föstudaginn 7. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

27.4.2021 : Nefndadagar 28.–29. apríl

Miðvikudagur og fimmtudagur 28.–29. apríl eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé fyrir og eftir hádegi. 

27.4.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar miðvikudaginn 28. apríl

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsEfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 28. apríl kl. 13:00. Tilefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis 2020. Gestir á fundinum verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

19.4.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 20. apríl

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsEfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 9:00. Fundarefnið er kynning á skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

8.3.2021 : Opinn fjarfundur velferðarnefndar miðvikudaginn 10. mars

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-marsVelferðarnefnd heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 10. mars kl. 13:25. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um spilafíkn og áhrif á líf og fjölskyldu, meðferðarúrræði og stefnu stjórnvalda. Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

3.3.2021 : Nefndadagar 8.–10. mars

Þriðjudagurinn 9. mars og miðvikudagurinn 10. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Mánudagurinn 8. mars er hefðbundinn nefndadagur samkvæmt fundatöflu fastanefnda fyrir febrúar og mars.

11.2.2021 : Nefndadagur föstudaginn 12. febrúar

Föstudaginn 12. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

29.1.2021 : Nefndadagur mánudaginn 1. febrúar

Mánudaginn 1. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

19.1.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 21. janúar

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 21. janúar kl. 9:00. Til umfjöllunar verður skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2020. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu.