Tilkynningar um nefndarstörf

26.3.2020 : Nefndafundir með breyttu sniði

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsTil að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.

18.3.2020 : Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli

Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga. Óskað er eftir umsögnum og athugasemdum eigi síðar en 8. apríl 2020. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir athugasemdir sem berast og í kjölfarið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi.

24.2.2020 : Nefndadagur fimmtudaginn 27. febrúar

Við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar tilkynnti forseti um tvær breytingar á starfsáætlun. Fimmtudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Jafnframt kynnti forseti beiðni sem honum hafði borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að fyrri umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 fari fram nokkrum dögum síðar en starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir eða 30. og 31. mars í stað 24. og 25. mars.

19.2.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

13.2.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

31.1.2020 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2019. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

29.1.2020 : Nefndadagur 5. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 5. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

20.1.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00. Efni fundarins er frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

19.12.2019 : Nefndadagar 14.–16. janúar 2020

Dagarnir 14.–16. janúar 2020 eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

17.12.2019 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskar eftir upplýsingum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.