Tilkynningar um nefndarstörf

30.10.2020 : Streymt frá fjarfundi í velferðarnefnd 4. nóvember

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-marsVelferðarnefnd heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 4. nóvember kl. 9:00. Tilefni fundarins er það að Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Gestir fundarins verða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar Landspítala, Alma D. Möller landlæknir, Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

5.10.2020 : Streymt frá fjarfundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 7. október

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur fjarfund miðvikudaginn 7. október kl. 9:00 með Dr. jur. Páli Hreinssyni um álitsgerð um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana.

16.9.2020 : Tillaga starfshóps að frumvarpi til kosningalaga

Á síðsumarsfundi forsætisnefndar Alþingis 14. september sl. var til umfjöllunar frumvarp starfshóps um endurskoðun kosningalaga en starfshópurinn skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi í síðustu viku. Tillögurnar eru margþættar en meginefni þeirra lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga, einföldun regluverks og því að sett verði ein heildarlög um kosningar. 

15.9.2020 : Síðsumarsfundur forsætisnefndar

Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund 14. september sl., en fundurinn var nokkuð seinna en venja er þar sem þingstörfum lauk ekki fyrr en 4. september. Á fundinum var rætt um undirbúning fyrir komandi þinghald, en nýtt þing, 151. löggjafarþing, verður sett 1. október nk. 

28.8.2020 : Nefndadagur mánudaginn 31. ágúst

Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 31. ágúst verði nefndadagur. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

26.8.2020 : Streymt frá fjarfundi í efnahags- og viðskiptanefnd

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur fjarfund fimmtudaginn 27. ágúst kl. 9:00 með seðlabankastjóra um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda verður um fjarfund að ræða og því ekki unnt að hafa hann opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Fundinum verður streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

18.6.2020 : Nefndadagur 19. júní

Samkvæmt starfsáætlun er nefndadagur 19. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

12.6.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um verklag ráðherra við tilnefningu í stöður

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 15. júní 2020 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:00.

9.6.2020 : Nefndadagar 10.–12. júní

Samkvæmt starfsáætlun eru nefndadagar 10.–12. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

2.6.2020 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að á fimmtudaginn verði nefndadagur í stað þingfundar.