Tilkynningar um nefndarstörf

14.1.2022 : Þúsundasti fundur forsætisnefndar

Birgir Ármannsson stýrir þúsundasta fundi forsætisnefndar Alþingis.Forsætisnefnd Alþingis hélt í dag sinn þúsundasta fund. Vegna kórónuveirufaraldursins var fundurinn fjarfundur. Á fundinum var m.a. rætt um skipulag þingstarfanna, fjárhag og rekstur Alþingis, þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi og stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

10.1.2022 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 11. janúar um áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 13:30. Tilefnið er áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir.

7.1.2022 : Opinn fjarfundur velferðarnefndar þriðjudaginn 11. janúar um framkvæmd sóttvarnaaðgerða

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um framkvæmd sóttvarnaaðgerða.

29.12.2021 : Tafir á veitingu ríkisborgararéttar með lögum

Allsherjar- og menntamálanefnd skipar undirnefnd til að fara yfir  umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknir, ásamt fylgigögnum, eru afhentar undirnefndinni að lokinni forvinnslu Útlendingastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa henni borist 178 umsóknir sem beint er til Alþingis en umrædd gögn hafa ekki borist Alþingi.

28.12.2021 : Opinn fjarfundur velferðarnefndar miðvikudaginn 29. desember um bólusetningu barna

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 29. desember kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um bólusetningu 5–11 ára barna gegn Covid-19.

25.11.2021 : Álit og tillögur kjörbréfanefndar

Kjörbréfanefnd lauk störfum í morgun og hefur birt álit og tillögur nefndarmanna.

23.11.2021 : Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa lýkur störfum

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, sem falið var af starfandi forseta Alþingis að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi, hefur lokið störfum með greinargerð.

15.10.2021 : Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú birt á vef Alþingis gögn í tengslum við umfjöllun sína og undirbúning rannsóknar kjörbréfa í samræmi við 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar.

14.10.2021 : Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

12.10.2021 : Verklagsreglur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa samþykkti á fundi sínum 8. október verklagsreglur. Í þeim eru m.a. ákvæði um hlutverk undirbúningsnefndar, gagna- og upplýsingaöflun, málsmeðferð kærumála, opna fundi og aðgengi að gögnum.