Tilkynningar um nefndarstörf

18.6.2020 : Nefndadagur 19. júní

Samkvæmt starfsáætlun er nefndadagur 19. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

12.6.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um verklag ráðherra við tilnefningu í stöður

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 15. júní 2020 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:00.

9.6.2020 : Nefndadagar 10.–12. júní

Samkvæmt starfsáætlun eru nefndadagar 10.–12. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

2.6.2020 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að á fimmtudaginn verði nefndadagur í stað þingfundar. 

2.6.2020 : Nefndadagar 4. og 5. júní

Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi 2. júní 2020 verða fundir í fastanefndum 4. og 5. júní.

26.5.2020 : Nefndadagar 26. og 27. maí

Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag verða fundir í fastanefndum 26. og 27. maí. 

13.5.2020 : Nefndadagar 14.–16. maí

Fundir eru í fastanefndum 14.–16. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

7.5.2020 : Nefndadagar 8. og 9. maí

Fundir eru í fastanefndum 8. og 9. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

7.5.2020 : Ákvarðanir forsætisnefndar birtar á vef Alþingis

Ákvarðanir og dagskrár forsætisnefndar eru nú birtar á undirsíðu nefndarinnar á vef Alþingis. Þetta er gert í samræmi við breytingar á upplýsingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi og fólu m.a. í sér að gildissvið laganna var látið ná til stjórnsýslu Alþingis.

26.3.2020 : Nefndafundir með breyttu sniði

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsTil að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.