Tilkynningar um nefndarstörf

16.9.2019 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 19. september kl. 9:00–10:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2019. Gestir verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega prófessor.

19.8.2019 : Sumarfundur forsætisnefndar á Hólum

Forsaetisnefnd_Holum_agust2019Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

21.5.2019 : Nefndadagar 23. og 24. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí.

13.5.2019 : Nefndadagar 16. og 17. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar fimmtudaginn 16. maí og föstudaginn 17. maí.

9.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar föstudaginn 10. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis föstudaginn 10. maí kl. 11–12 verður opinn fjölmiðlum. Gestur fundarins verður Hilmar Gunnlaugsson. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

8.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar fimmtudaginn 9. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis fimmtudaginn 9. maí kl. 13–18 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

7.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar miðvikudaginn 8. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis miðvikudaginn 8. maí kl. 9:10–12:00 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

6.5.2019 : Breyting á starfsáætlun miðvikudaginn 8. maí

Sú breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis að miðvikudagurinn 8. maí verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Samkvæmt starfsáætlun er fimmtudagurinn 9. maí einnig nefndadagur. 

3.5.2019 : Fundur utanríkismálanefndar mánudaginn 6. maí opinn fjölmiðlum

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis mánudaginn 6. maí verður opinn fjölmiðlum frá kl. 10 til 11. Gestir fundarins verða Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst. Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

30.4.2019 : Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí opinn fjölmiðlum

Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Gestir fundarins verða Birgir Tjörvi Pétursson og Ólafur Jóhannes Einarsson.