Tilkynningar um nefndarstörf

22.9.2023 : Nefndadagur miðvikudaginn 27. september

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisNefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis miðvikudaginn 27. september.

11.9.2023 : Ferð umhverfis- og samgöngunefndar til Þingvalla

Ferd-umhverfis-og-samgongunefndar-til-Thingvalla-2023-09-11Umhverfis- og samgöngunefnd fer til Þingvalla mánudaginn 11. september. Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tekur á móti nefndinni og fer yfir áskoranir sumarsins. Þá mun nefndin eiga fund um áhrif ferðaþjónustunnar á náttúru og umhverfi með fulltrúum Gullna hringborðsins, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Að lokum verður farið að Gullfossi og Geysi og fær nefndin þar leiðsögn um svæðið frá fulltrúum Umhverfisstofnunar.

1.9.2023 : Sumarfundur forsætisnefndar á Austurlandi

Sumarfundur-forsaetisnefndar-2023-Skriduklaustri_1Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hótel Hallormsstað 31. ágúst – 1. september. Dagskrá fundarins var þétt og komandi þingvetur undirbúinn. Rædd voru fjölmörg mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess. Ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sátu þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana.

27.6.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd miðvikudaginn 28. júní kl. 13:00

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 28. júní í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 13:00. Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum.

22.6.2023 : Fundur í atvinnuveganefnd föstudaginn 23. júní opinn fjölmiðlum

Fundur atvinnuveganefndar sem haldinn verður föstudaginn 23. júní kl. 11:00-12:00 verður opinn fjölmiðlum. Á fundinum verður fjallað um ákvörðun matvælaráðherra frá 20. júní sl. um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

30.5.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. júní

Nefndadagar verða á Alþingi fimmtudaginn 1. júní og föstudaginn 2. júní.

22.5.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 25. maí og föstudaginn 26. maí

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 25. maí og föstudaginn 26. maí.

19.5.2023 : Opinn fundur í atvinnuveganefnd þriðjudaginn 23. maí

AVN_adalmynd_Atvinnuveganefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_7Atvinnuveganefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 23. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er nýútkomin eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022.

15.5.2023 : Nefndadagar miðvikudaginn 17. maí og mánudaginn 22. maí

Nefndadagar verða á Alþingi miðvikudaginn 17. maí og mánudaginn 22. maí.

10.5.2023 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd fimmtudaginn 11. maí

Allsherjar-og-menntamalanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor-_1_1683725681547Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 11. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:30. Fundarefnið er fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu.