Tilkynningar um nefndarstörf

12.3.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fimmtudaginn 14. mars - fundurinn fellur niður

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndFundurinn fellur niður.

Opinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fimmtudaginn 14. mars kl. 14:00. Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

7.3.2019 : Nefndadagar 11.–14. mars

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar 11.–14. mars.

5.3.2019 : Heimsókn atvinnuveganefndar til Noregs

Atvinnuveganefnd Alþingis heimsækir Bergen dagana 4.–8. mars 2019 til að kynna sér fiskeldi í Noregi. Nefndin sækir NASF sjávarútvegsráðstefnuna og ýmsa fyrirlestra um fiskeldi og sjávarútveg, auk þess sem farið verður í heimsóknir til rannsóknarstofnana, fyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka.   

1.3.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 6. mars

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndOpinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 6. mars kl. 9:15. Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

15.2.2019 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 21. febrúar kl. 9.00–10.00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2018. Gestir verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.

15.1.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um skipan sendiherra – upptaka

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndOpinn fundur um skipan sendiherra verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 16. janúar kl. 10:30. Upptaka af fundinum.

3.1.2019 : Nefndadagar 15.–17. janúar

Opinn fundur hjá velferðarnefnd um barnaverndarmálSamkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar 15.–17. janúar næstkomandi.

20.12.2018 : Starfshópur um endurskoðun kosningalaga tekur til starfa

MBL0183512Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur tekið til starfa. Til að tryggja breiða aðkomu að endurskoðun kosningalaganna gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri um efnið á fyrstu stigum vinnunnar og skulu þær sendar til lagaskrifstofu Alþingis á netfangið kosningalog@althingi.is fyrir 22. janúar 2019. Fylgjast má með störfum starfshópsins á sérstöku vefsvæði

17.12.2018 : Forseti og varaforsetar segja sig frá meðferð siðareglumáls

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann og varaforsetar hafi sagt sig frá meðferð siðareglumálsins. Tilkynningin hljóðar svo: Forsætisnefnd hefur haft til umfjöllunar erindi átta þingmanna er lýtur að ummælum þingmanna á bar 20. nóvember sl. og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikur. Hefur málið verið til athugunar sem mögulegt brot á siðareglum fyrir alþingismenn.

21.11.2018 : Nefndadagar 29. og 30. nóvember

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis þannig að nefndadagar í næstu viku verða fimmtudaginn 29. nóvember og föstudaginn 30. nóvember.