Tilkynningar um nefndarstörf

11.2.2021 : Nefndadagur föstudaginn 12. febrúar

Föstudaginn 12. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

29.1.2021 : Nefndadagur mánudaginn 1. febrúar

Mánudaginn 1. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

19.1.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 21. janúar

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 21. janúar kl. 9:00. Til umfjöllunar verður skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2020. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu.

8.1.2021 : Nefndadagar 12.–14. janúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 12.–14. janúar. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé fyrir og eftir hádegi. 

3.12.2020 : Nefndadagur föstudaginn 4. desember

Föstudaginn 4. desember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi. 

30.11.2020 : Forsætisnefnd afgreiðir siðareglumál um ummæli alþingismanns á þingfundi

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 24. nóvember 2020 erindi sem henni barst um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur alþingismanns á siðareglum fyrir alþingismenn í tilefni af ummælum hennar á þingfundi 21. október 2020. Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

30.11.2020 : Nefndadagur mánudaginn 30. nóvember

Mánudagurinn 30. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

24.11.2020 : Nefndadagur föstudaginn 27. nóvember

Föstudaginn 27. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

20.11.2020 : Nefndadagar 23. og 27. nóvember

Mánudaginn 23. og föstudaginn 27. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. 

13.11.2020 : Streymt frá opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar 19. nóvember um skólakerfið og stöðu nemenda

Fjarfundur-allsherjar-og-menntamalanefndar-23-mars_Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. nóvember kl. 8:15–9:15. Efni fundarins er skólakerfið og staða nemenda á tímum kórónuveirufaraldursins og gestur verður Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.