Tilkynningar um nefndarstörf

20.1.2020 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00. Efni fundarins er frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

19.12.2019 : Nefndadagar 14.–16. janúar 2020

Dagarnir 14.–16. janúar 2020 eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

17.12.2019 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskar eftir upplýsingum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 

2.12.2019 : Nefndadagar 5. og 6. desember

Dagarnir 5. og 6. desember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis

13.11.2019 : Nefndadagar 19.–22. nóvember

Dagarnir 19.–22. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Föstudaginn 22. nóvember er þó einungis gert ráð fyrir fundum fyrir hádegi til að gefa þingmönnum kost á að sækja barnaþing en bundið er í lög að umboðsmaður barna skuli boða til slíks þings annað hvert ár og að bjóða skuli þingmönnum til þátttöku á þinginu.

5.11.2019 : Nefndadagar 7. og 8. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember.

31.10.2019 : Nefndadagar 31. október og 1. nóvember

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember.

21.10.2019 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um FATF og stöðu Íslands

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. október kl. 9–10. Efni fundarins er FATF og staða Íslands. Gestir fundarins verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

7.10.2019 : Fundur atvinnuveganefndar um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB

AtvinnuveganefndFundur atvinnuveganefndar þriðjudaginn 8. október kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Efni fundarins er: Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. 

7.10.2019 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu umboðsmanns Alþingis 2018

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 9. október kl. 9-11. Efni fundarins er skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2018. Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.