Tilkynningar um þing­störf

6.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 7. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 7. desember kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og innanríkisráðherra.

Lesa meira

6.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 9. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 9. desember kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

1.12.2021 : Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis

BirgirArmannssonBirgir Ármannsson var í dag, 1. desember 2021, kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum. Á sama fundi var ný forsætisnefnd kjörin. Birgir hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2003, fyrst sem alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013 og síðan Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2013.

Lesa meira

1.12.2021 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 1. desember 2021 – röð flokka og ræðumenn

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld, miðvikudaginn 1. desember, kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Lesa meira

30.11.2021 : Þriðji og síðasti hluti þingsetningarfundar miðvikudaginn 1. desember

Þriðji og síðasti hluti þingsetningarfundarins sem hófst þriðjudaginn 23. nóvember og var fram haldið fimmudaginn 25. nóvember hefst kl. 13 miðvikudaginn 1. desember.

Lesa meira

30.11.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 30. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda þriðjudaginn 30. nóvember 2021 klukkan 14:00:

Lesa meira

25.11.2021 : Svipmyndir frá þingsetningu 23. nóvember 2021

Althingissetn2021-12Setning Alþingis, 152. löggjafarþings, var með óvenjulegra móti vegna kórónuveirufaraldursins. Kristján Maack ljósmyndari fylgdist með athöfninni og má sjá myndir frá henni á Flickr-síðu Alþingis.

Lesa meira

25.11.2021 : Þingsetningarfundi fram haldið kl. 13 í dag

Þingsetningarfundinum sem frestað var á þriðjudaginn verður fram haldið kl. 13 í dag. Á dagskrá fundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur.

Lesa meira

23.11.2021 : Minningarorð um Þórunni Egilsdóttur alþingismann og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra

Starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður K. Gunnarsdóttur, flutti minningarorð um Þórunni Egilsdóttur alþingismann og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, á þingsetningarfundi þriðjudaginn 23. nóvember.

Lesa meira

19.11.2021 : Setning Alþingis þriðjudaginn 23. nóvember

Merki AlþingisNýtt löggjafarþing, 152. þing, verður sett þriðjudaginn 23. nóvember 2021 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 18. nóvember. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni.

Lesa meira

29.9.2021 : Málsmeðferð Alþingis við athugun kjörbréfa

Samkvæmt 46. gr. stjórnarskrárinnar og lögum um kosningar til Alþingis úrskurðar Alþingi um gildi alþingiskosninga. Kærufrestur er fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Kærum skal beint til dómsmálaráðuneytisins, sbr. 118. gr. laga um kosningar til Alþingis. Ráðuneytið sendir þinginu svo framkomnar kærur og gögn (gerðarbækur og skýrslur yfirkjörstjórna) sem borist hafa frá landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum í þingbyrjun.

Lesa meira

27.9.2021 : Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing

Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 6. júlí 2021. Þingið var að störfum frá 1. október til 18. desember 2020, frá 18. janúar til 13. júní 2021 og þann 6. júlí 2021. Þingfundir voru samtals 120 og stóðu í rúmar 688 klst. 

Lesa meira

22.9.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 22. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 22. september 2021:

Lesa meira

3.9.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 3. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 3. september:

Lesa meira

25.8.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 25. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 25. ágúst:

Lesa meira

12.8.2021 : Þingrof og alþingiskosningar laugardaginn 25. september

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag, 12. ágúst.

Lesa meira

7.7.2021 : Steingrímur J. Sigfússon undirritar sín síðustu lög

Steingrimur-og-RagnaÍ gær urðu þau tímamót að forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, undirritaði í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi, en Steingrímur lætur af þingmennsku við lok þessa kjörtímabils. 

Lesa meira

5.7.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 6. júlí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 6. júlí kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-og auðlindaráðherra, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

1.7.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 1. júlí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 1. júlí: 

Lesa meira