Tilkynningar um þing­störf

11.12.2017 : Setning Alþingis, 148. löggjafarþings

Alþingishúsið og nágrenniSetning Alþingis, 148. löggjafarþings, fimmtudaginn 14. desember 2017, hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30. Forseti Íslands setur Alþingi og að því loknu tekur starfsaldursforseti við fundarstjórn.

 

Lesa meira

6.12.2017 : Þingsetning 148. löggjafarþings

Merki AlþingisNýtt löggjafarþing, 148. þing, kemur saman fimmtudaginn 14. desember 2017 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 5. desember. Alþingi verður sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem hefst kl. 13.30.

Lesa meira

27.10.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 27. október

Merki AlþingisÞingskjölum var útbýtt utan þingfundar föstudaginn 27. október klukkan 11:00

Lesa meira

26.10.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 26. október

Þingskjölum var útbýtt utan þingfundar fimmtudaginn 26. október klukkan 15:10.

Lesa meira

27.9.2017 : Samkomulag flokka um NPA mál

Merki AlþingisÍ tengslum við samkomulag um lok þingstarfa undirrituðu formenn flokkanna yfirlýsingu um feril fyrir frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmiðið með yfirlýs­ingunni var að eyða þeirri óvissu sem hefur verið um þjónustu við fatlað fólk, sérstak­lega notenda­stýrða persónu­lega aðstoð (NPA).

Lesa meira

27.9.2017 : Fundum 147. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Forseti Alþingis flytur ávarp við þingsetningu 147. löggjafarþingsFundum Alþingis 147. löggjafarþings var frestað 27. september 2017. Þingið var að störfum frá 12. september 2017. Þingfundir voru samtals átta á sex þingfundadögum. Þeir stóðu samtals í tæpar 22 klukkustundir.

Lesa meira

27.9.2017 : Lokayfirlit yfir þingstörf 146. löggjafarþings

Þingfundur í janúar 2017Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017. Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. 

Lesa meira

17.9.2017 : Fundir falla niður mánudaginn 18. september

Merki AlþingisForseti Alþingis hefur ákveðið að reglulegir fundir formanna þingflokka og forsætisnefndar falli niður mánudaginn 18. september. Öllum nefndarfundum hefur verið aflýst, um þingfund verður tilkynnt síðar.

Lesa meira

14.9.2017 : Tilhögun 1. umræðu frumvarps til fjárlaga 2018

Ráðherrar röð í umræðu um fjárlögFöstudaginn 15. september munu fagráðherrar ræða sína málaflokka í umræðu um fjárlög 2018. Hver ráðherra hefur stutta framsögu og í kjölfarið gefst fulltrúum allra flokka færi á að beina fyrirspurnum til ráðherra.

Lesa meira

13.9.2017 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 13. september 2017

Ræðumenn í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir.

Lesa meira

13.9.2017 : Ljósmyndir frá þingsetningu

Þingmenn við upphaf þingsetningar 147. löggjafarþingsLjósmyndir frá setningu Alþingis, 147. löggjafarþings, þriðjudaginn 12. september. 

Lesa meira

12.9.2017 : Ávarp forseta Alþingis

Forseti Alþingis flytur ávarp við þingsetningu 147. löggjafarþingsForseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, flutti ávarp við setningu Alþingis, 147. löggjafarþings, 12. september 2017. 

Lesa meira

8.9.2017 : Setning Alþingis, 148. löggjafarþings, þriðjudaginn 12. september 2017

Þingsetningarathöfn gengið frá Dómkirkju til AlþingishússinsÞingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 þriðjudaginn 12. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 147. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir ávarp.

Lesa meira

8.9.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 8. september

ÞingsalurEftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar föstudaginn 8. september klukkan 13:40

Lesa meira

21.8.2017 : Starfsáætlun 147. löggjafarþings - þingsetning 12. september

Merki AlþingisForsætisnefnd Alþingis hefur afgreitt starfsáætlun fyrir 147. löggjafarþing, 2017-2018, að höfðu samráði við ríkisstjórn og formenn þingflokka. Þingsetning verður 12. september.

Lesa meira

18.8.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 18. ágúst

ÞingsalurEftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar föstudaginn 18. ágúst klukkan 11:20

Lesa meira

28.6.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 28. júní

ÞingsalurEftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar miðvikudaginn 28. júní klukkan 11:50

Lesa meira

2.6.2017 : Tölfræðilegar upplýsingar um 146. löggjafarþing

21315-281-Edit3Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017. Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. Af 131 frumvarpi urðu alls 53 að lögum.

Lesa meira

1.6.2017 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Þingmenn í þingsal í janúar 2017Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, flutti ávarp við frestun 146. löggjafarþings 1. júní 2017. Þingið kom saman 6. desember 2016 en þá hafði það ekki gerst í hartnær 40 ár að þingsetning að loknum alþingiskosningum færi fram án þess að fyrir lægi meirihlutasamstarf og ný ríkisstjórn. 

Lesa meira