Tilkynningar um þing­störf

5.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 8. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.4.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 11. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 11. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

1.4.2019 : Sérstök umræða um skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna eldri borgara og öryrkja

Gudmundur-Ingi-og-Asmundur-EinarÞriðjudaginn 2. apríl um kl. 14:00 verður sérstök umræða um skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna eldri borgara og öryrkja.

Lesa meira

30.3.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 30. mars:

Lesa meira

29.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 1. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 1. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

26.3.2019 : Breytingar á starfsáætlun fimmtudaginn 28. mars

Ákveðið hefur verið að hafa þingfund fimmtudaginn 28. mars, sem átti samkvæmt starfsáætlun Alþingis að vera nefndadagur. Fundinum er bætt við til að ljúka fyrri umræðu um fjármálaáætlun og hefst hann klukkan 10:30.

Lesa meira

22.3.2019 : Sérstök umræða um starfsmannaleigur mánudaginn 25. mars

ThorsteinnViglundsson_AsmundurEinarMánudaginn 25. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

20.3.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál fimmtudaginn 21. mars

SmariMcCarthy_GudmundurIngi_editedFimmtudaginn 21. mars um kl. 15 verður sérstök umræða um loftslagsmál. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

18.3.2019 : Sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum

Willum-Thor-og-Thordis-KolbrunÞriðjudaginn 19. mars um kl. 14:15 verður sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum. Málshefjandi er Willum Þór Þórsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

15.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 19. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 19. mars kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

6.3.2019 : Sérstök umræða um efnahagslega stöðu íslenskra barna

Inga Sæland og Ásmundur Einar DaðasonFimmtudaginn 7. mars um kl. 11:00 verður sérstök umræða um efnahagslega stöðu íslenskra barna. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

4.3.2019 : Sérstök umræða um málefni lögreglunnar

ThorsteinnSaemundssonogSigridurAA_1551712617786Þriðjudaginn 5. mars um kl. 14:00 verður sérstök umræða um málefni lögreglunnar. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen.

Lesa meira

1.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. mars kl. 15:00. Þá verða til svara  forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 7. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

27.2.2019 : Þingfundur hefst kl. 15

Áður tilkynnt breyting á starfsáætlun Alþingis, þess efnis að miðvikudagurinn 27. febrúar verði nefndadagur, hefur verið felld niður, þannig að þingfundur hefst kl. 15 í dag eins og starfsáætlun gerði upphaflega ráð fyrir. Þetta var ákveðið á fundi forsætisnefndar í hádeginu.

Lesa meira

22.2.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 26. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13:30. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.2.2019 : Sérstök umræða um stöðu ferðaþjónustunnar

Albertina-Fridbjorg-og-Thordis-KolbrunÞriðjudaginn 26. febrúar um kl. 14:15 verður sérstök umræða um stöðu ferðaþjónustunnar. Málshefjandi er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

22.2.2019 : Breyting á starfsáætlun

Sú breyting hefur verið gerð á starfsáætlun Alþingis að miðvikudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Lesa meira

22.2.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 1. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 1. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira