Tilkynningar um þing­störf

1.3.2021 : Sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi þriðjudaginn 2. mars

NjallTrausti_KatrinJakÞriðjudaginn 2. mars um kl. 13:45 verður sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi. Málshefjandi er Njáll Trausti Friðbertsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

26.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 3. mars kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

26.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 4. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 4. mars kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

24.2.2021 : Sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga fimmtudaginn 25. febrúar

Hanna-Katrin-og-Svandis_1614158065372Sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga verður fimmtudaginn 25. febrúar um kl. 13:30. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

19.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 23. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

19.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 25. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

17.2.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 18. febrúar um uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna

AndresIngi_GudmundurIngiFimmtudaginn 18. febrúar um kl. 13:30 verður sérstök umræða um uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26). Málshefjandi er Andrés Ingi Jónsson og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

12.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 16. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 16. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

12.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 18. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

9.2.2021 : Alþingismenn hitta kjósendur á fjarfundum á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru 9.–10. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þá daga. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að vera í sambandi við kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri, hver í sínu kjördæmi. Vegna aðstæðna fer megnið af þessum fundum og samskiptum nú fram með fjarfundafyrirkomulagi. Næsti þingfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar.

Lesa meira

5.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 11. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

3.2.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 4. febrúar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna

Rosa-Bjork-og-Gudlaugur-ThorFimmtudaginn 4. febrúar um kl. 13:30 verður sérstök umræða um samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir valdaskiptin 20. janúar sl. Málshefjandi er Rósa Björk Brynjólfsdóttir og til andsvara verður Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Lesa meira

1.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 2. febrúar kl. 14:15. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.2.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 4. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

29.1.2021 : Breytt skipulag þingvikunnar

Á skrifstofu Alþingis er nú unnið að umbótum á starfsháttum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar sem samið hefur verið um á vinnumarkaði og Alþingi er aðili að. Í tengslum við það verkefni hafa forseti og formenn þingflokka orðið sammála um að gera tilraun með breytta skipun þingvikunnar fram að páskum.

Lesa meira

27.1.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 28. janúar um stöðu stóriðjunnar

Bergthor_ThordisKolbrunFimmtudaginn 28. janúar um kl. 11 verður sérstök umræða um stöðu stóriðjunnar. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

22.1.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 26. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 26. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

22.1.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

20.1.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 21. janúar um stöðu stjórnarskrármála

BirgirArm_KatrinJakFimmtudaginn 21. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um stöðu stjórnarskrármála. Málshefjandi er Birgir Ármannsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

18.1.2021 : Endurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2021

Endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi hefur verið afhent forseta Alþingis, í samræmi við 2. mgr. 47. gr. þingskapa.

Lesa meira