Tilkynningar um þing­störf

21.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. mars

Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 23. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

19.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars:

Lesa meira

19.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 20. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 20. mars kl. 10:30. Þá verða til svara dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

19.3.2020 : Forsætisnefnd tekur starfsáætlun Alþingis úr sambandi til og með 20. apríl

Forsætisnefnd samþykkir að taka úr sambandi starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing frá og með deginum í dag að telja og til og með 20. apríl fyrst um sinn. Á þeim tíma verða eingöngu boðaðir þingfundir til að takast á við brýn mál sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum. Brottfall starfsáætlunar þýðir einnig að komið getur til þingfunda á þeim tíma sem áður var reiknað með fundahléi um páska, en þá eingöngu af sömu ástæðum, þ.e. ef brýnt verður að grípa til ráðstafana vegna ástandsins og atbeina Alþingis þarf til.

Lesa meira

13.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars:

Lesa meira

13.3.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 17. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

12.3.2020 : Munnleg skýrsla um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flytur þinginu munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs í dag, fimmtudaginn 12. mars, kl. 14:15. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna.

Lesa meira

10.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars:

Lesa meira

6.3.2020 : Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

5.3.2020 : Nefndadagar 9. –11. mars

Fundir eru í fastanefndum 9. –11. mars skv. starfsáætlun Alþingis, sbr. breytingu á áætluninni sem forseti tilkynnti um í dag. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

5.3.2020 : Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti um breytingu á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti fimmtudagurinn 12. mars að vera nefndadagur. Nú hefur verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 10:30. Nefndir geta fundað fyrir hádegi eða þar til þingfundur hefst.

Lesa meira

4.3.2020 : Sérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu

Una-Maria-og-SvandisSérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu verður fimmtudaginn 5. mars um kl. 11:00. Málshefjandi er Una María Óskarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

3.3.2020 : Sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi

HelgiHrafn-og-KatrinJakMiðvikudaginn 4. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi. Málshefjandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

3.3.2020 : Sérstök umræða um almannavarnir

AriTrausti-og-KatrinJakMiðvikudaginn 4. mars um kl. 16:15 verður sérstök umræða um almannavarnir. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

2.3.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars:

Lesa meira

28.2.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 3. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 3. mars kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira