Tilkynningar um þing­störf

29.10.2020 : Kjördæmadagar frá fimmtudegi til mánudags

Kjördæmadagar eru 29. október – 2. nóvember og eru því engir þingfundir á Alþingi þá daga. Kjördæmadagana nýta þingmenn alla jafna til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri en vegna kórónuveirufaraldursins verða flestir fundir að þessu sinni á fjarfundasniði. 

Lesa meira

21.10.2020 : Sérstök umræða um tollamál fimmtudaginn 22. október

SigurdurPall_BjarniBenSérstök umræða um tollamál (eftirlit með innflutningi á búvörum) verður fimmtudaginn 22. október um kl. 11:00. Málshefjandi er Sigurður Páll Jónsson og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

19.10.2020 : Sérstök umræða um loftslagsmál þriðjudaginn 20. október

SmariMcCarthy_GudmundurIngi_edited_1553095852190Sérstök umræða um loftslagsmál verður þriðjudaginn 20. október um kl. 14:00. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

16.10.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. október:

Lesa meira

16.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 19. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og félags- og barnamálaráðherra.   

Lesa meira

16.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 22. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 22. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

13.10.2020 : Nefndadagur miðvikudaginn 14. október

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-marsSamkvæmt starfsáætlun er nefndadagur miðvikudaginn 14. október. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. 

Lesa meira

9.10.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 9. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 9. október:

Lesa meira

9.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 12. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

9.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 15. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 15. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2020 : Hertar sóttvarnaaðgerðir á Alþingi

IMG_5480_1601891552680Í nýrri orðsendingu frá forseta og viðbragðsteymi Alþingis til þingmanna og starfsfólks skrifstofu Alþingis í tilefni af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag er minnt á eftirfarandi: Störf Alþingis eru áfram undanþegin fjöldatakmörkunum. Þrátt fyrir það gilda enn þau tilmæli að einungis þeir þingmenn, sem ætla að taka þátt í umræðum eða eiga erindi í þinghúsið, mæti þangað en aðrir fylgist með að heiman eða frá skrifstofum. 

Lesa meira

5.10.2020 : Áhrif hertra smitvarnaaðgerða á starfsemi Alþingis

IMG_5480_1601891552680Hertar aðgerðir vegna COVID-19 sem tóku gildi um miðnætti í gærkvöld hafa áhrif á starfsemi Alþingis, jafnvel þó að störf Alþingis séu undanskilin fjöldatakmörkunum, samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest. Í orðsendingu forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, til þingmanna og starfsfólks er minnt á að eins metra reglan sé áfram í gildi og þar sem ekki sé hægt að halda þeirri fjarlægð sé skylt að nota andlitsgrímu.

Lesa meira

2.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 5. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 5. október kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

2.10.2020 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 8. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 8. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

1.10.2020 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 151. löggjafarþings

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp við setningu 151. löggjafarþings. Gestir við þingsetninguna að þessu sinni voru mun færri en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana. 

Lesa meira

1.10.2020 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 1. október 2020 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda2020_samsett_2_Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld, fimmtudaginn 1. október, kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Lesa meira

30.9.2020 : Setning Alþingis fimmtudaginn 1. október 2020

Framhlið Alþingishússins og SkáliAlþingi verður sett þriðjudaginn 1. október og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, kl. 19:30.

Lesa meira

29.9.2020 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 29. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 29. september:

Lesa meira

28.9.2020 : Setning Alþingis fimmtudaginn 1. október 2020

AlþingiAlþingi verður sett fimmtudaginn 1. október og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni.

Lesa meira

23.9.2020 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 151. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 151. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður fimmtudaginn 1. október og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.

Lesa meira