Tilkynningar um þing­störf

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 16. september kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 19. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

11.9.2019 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 11. september 2019 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda_rod_11092019Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, hver þingflokkur hefur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 16 mínútur til framsögu.

Lesa meira

10.9.2019 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 150. löggjafarþings

Forseti Alþingis flutti ávarp við setningu 150. löggjafarþings þriðjudaginn 10. september 2019.

Lesa meira

9.9.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað 2. september 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018, frá 21. janúar til 20. júní 2019 og frá 28. ágúst til 2. september 2019. Þingfundir voru samtals 133 og stóðu í rúmar 886 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 39 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 147 klst. Þingfundadagar voru alls 116.

Lesa meira

9.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing.

Lesa meira

6.9.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september:

Lesa meira

5.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing. 

Lesa meira

3.9.2019 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing

Þingmenn við upphaf þingsetningar 148. löggjafarþingsStarfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður þriðjudaginn 10. september 2019 og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 11. september.

Lesa meira

27.8.2019 : Síðasti yfirstjórnarfundur Helga Bernódussonar

Sidasti-yfirstjornarfundur-HBFráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, sat í morgun sinn síðasta yfirstjórnarfund en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Ragna Árnadóttir, sem tekur við stöðunni 1. september, var einnig á fundinum, sem var að öðru leyti hefðbundinn.

Lesa meira

26.8.2019 : Alþingi kemur saman til fundar á miðvikudag

Alþingi kemur saman til fundar miðvikudaginn 28. ágúst. Á dagskrá fundarins er framhald síðari umræðu um þingsályktun um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Lesa meira

16.8.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. ágúst:

Lesa meira

15.8.2019 : Fundur forsætisnefndar á Hólum í Hjaltadal

Forsætisnefnd Alþingis heldur tveggja daga fund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst. 

Lesa meira

28.6.2019 : Skrifstofustjóri Alþingis meðundirritar sín síðustu lög

Undirritun2_28062019Fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, meðundirritaði í dag í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi. Í 12. gr. þingskapa segir að skrifstofustjóri skuli ásamt forseta sjá um að samþykktir þingsins séu skrásettar og rita forsetinn og skrifstofustjórinn undir þær.

Lesa meira

28.6.2019 : Þingskjölum útbýtt utan þingfundar 28. júní

39 þingskjölum var útbýtt utan þingfundar á vef Alþingis föstudaginn 28. júní kl. 15:50.

Lesa meira

21.6.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

AlþingiÞingfundum 149. löggjafarþings var frestað 20. júní 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní 2019. Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 138 klst. Þingfundadagar voru alls 113.

Lesa meira

20.6.2019 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Háttvirtir alþingismenn. Alþingi hefur nú lokið afgreiðslu þeirra mála sem afgreiðslu fá á þessum reglulega þingvetri fyrir sumarhlé þingsins. Eins og þingmönnum er kunnugt um er samkomulag um að þetta löggjafarþing, 149. þing, komi saman á ný miðvikudaginn 28. ágúst til að ræða og afgreiða þingmál sem tengjast hinum svonefnda orkupakka. Þingstörfin hafa gengið greiðlega nú síðustu daga eftir að samstaða varð um hvernig þinglokum yrði hagað.

Lesa meira

7.6.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 11. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 11. júní kl. 10:30. Þá verða til svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigisráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og  umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

31.5.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. júní kl. 9:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira