Tilkynningar um þingmenn

Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð 7. og 8. varaforseta, þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, lauk í dag meðferð sinni á svonefndu Klaustursmáli með áliti sem sent hefur verið málsaðilum og er nú birt á vef Alþingis. Þau voru kjörin á þingfundi 22. janúar 2019 tímabundið til að fjalla um málið þar sem forseti og allir varaforsetar höfðu sagt sig frá meðferð þess vegna vanhæfis.

Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns, um meint brot þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn þegar þau tjáðu sig á opinberum vettvangi um endurgreiðslu aksturskostnaðar til hans. Forsætisnefnd hefur lokið meðferð sinni á málinu. Bréf nefndarinnar til Björns Levís, Þórhildar Sunnu og Ásmundar, með bókun hennar um niðurstöðu málsins, álit forsætisnefndar og álit ráðgefandi siðanefndar um hin meintu brot eru, auk annarra gagna málsins, birt á vef Alþingis.

Allar tilkynningar