Reykjavíkurkjördæmi suður

  • Reykjavík er skipt í tvö kjördæmi.

Reykjavík skal skipta frá vestri til austurs í tvö kjördæmi, suðurkjördæmi og norðurkjördæmi. Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skal landskjörstjórn ákveða mörk kjördæma í Reykjavík.

Mörk Reykjavíkurkjördæmanna í kosningum 2013 voru dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.


Þingmenn og varaþingmenn

Nafn Skamm­stöfun Kjör­dæma-
númer
Kjör­dæmi Þing­flokkur
Brynjar Níels­son
BN 1. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Svandís Svavars­dóttir
for­maður þing­flokks
SSv 2. þm. Reykv. s. Vinstri hreyf­ingin - grænt framboð
Ásta Guðrún Helga­dóttir
ÁstaH 3. þm. Reykv. s. Píratar
Sigríður Á. Andersen
dómsmála­ráðherra
SÁA 4. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Hanna Katrín Friðriks­son
for­maður þing­flokks
HKF 5. þm. Reykv. s. Viðreisn
Kolbeinn Óttars­son Proppé
KÓP 6. þm. Reykv. s. Vinstri hreyf­ingin - grænt framboð
Gunnar Hrafn Jóns­son
GHJ 7. þm. Reykv. s. Píratar
Hildur Sverris­dóttir
HildS 8. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Lilja Alfreðs­dóttir
LA 9. þm. Reykv. s. Fram­sókn­ar­flokkur
Nichole Leigh Mosty
4. vara­forseti
vara­for­maður þing­flokks
NicM 10. þm. Reykv. s. Björt framtíð
Pawel Bartoszek
PawB 11. þm. Reykv. s. Viðreisn

Fann 11.