Reykjavíkurkjördæmi suður

Reykjavík skal skipta frá vestri til austurs í tvö kjördæmi, suðurkjördæmi og norðurkjördæmi. Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skal landskjörstjórn ákveða mörk kjördæma í Reykjavík.

Í alþingiskosningum 2021 voru kjördæmamörkin dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að Víkurvegi. Þaðan eru mörkin dregin eftir Víkurvegi til austurs að Reynis­vatns­vegi, í austur að Jónsgeisla og eftir Jónsgeisla að Krosstorgi. Frá Krosstorgi eru mörkin dregin austur um miðlínu Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar eru mörkin dregin eftir miðlínu Hólmsheiðar­vegar allt til móts við Haukdælabraut 66 og þaðan er dregin bein lína að borgarmörkum.


Þingmenn og varaþingmenn

Nafn Skamm­stöfun Kjör­dæma-
númer
Kjör­dæmi Þing­flokkur
Áslaug Arna Sigurbjörns­dóttir
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra
ÁslS 1. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Svandís Svavars­dóttir
matvæla­ráðherra
SSv 2. þm. Reykv. s. Vinstrihreyf­ingin - grænt framboð
Kristrún Frosta­dóttir
KFrost 3. þm. Reykv. s. Sam­fylk­ingin
Lilja Alfreðs­dóttir
menningar- og við­skipta­ráðherra
LA 4. þm. Reykv. s. Fram­sókn­ar­flokkur
Hildur Sverris­dóttir
for­maður þing­flokks
HildS 5. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Björn Leví Gunnars­son
vara­for­maður þing­flokks
BLG 6. þm. Reykv. s. Píratar
Inga Sæland
IngS 7. þm. Reykv. s. Flokkur fólksins
Hanna Katrín Friðriks­son
for­maður þing­flokks
HKF 8. þm. Reykv. s. Viðreisn
Birgir Ármanns­son
forseti
9. þm. Reykv. s. Sjálf­stæðis­flokkur
Orri Páll Jóhanns­son
for­maður þing­flokks
OPJ 10. þm. Reykv. s. Vinstrihreyf­ingin - grænt framboð
Arndís Anna Kristínar­dóttir Gunnarsdóttir
ArnG 11. þm. Reykv. s. Píratar

Fann 11.