Aðrar nefndir

Auk fastanefnda starfa þingmenn í alþjóðanefndum, það eru Íslandsdeildir þeirra alþjóðaþingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að.

Kjörbréfanefnd starfar eingöngu fyrst að loknum Alþingiskosningum þar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur verið kjörin, þá tekur hún við því hlutverki kjörbréfanefndar að rannsaka kjörbréf.

Heimilt er að kjósa sérnefndir til að íhuga einstök mál. Um sérnefndir gilda sömu reglur og um fastanefndir eftir því sem við á.

Á Alþingi er jafnframt kosið reglulega í ýmsar stjórnir, nefndir og ráð.