Félag fyrrverandi alþingismanna

Stjórn félagsins

Stjórnarmenn Sími Netföng
Formaður: Kristín Einarsdóttir 693 9311 einarsdottir@gmail.com
Varaformaður: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 894 6500 astaragnheidur@simnet.is
Ritari: Hjálmar Jónsson 892 7643 hjalmarjonsson133@gmail.com
Gjaldkeri: Þuríður Backman 861 9031
thuridur.backman@simnet.is
Meðstjórnandi: Valgerður Sverrisdóttir 896 0847
valgerdur.sverrisdottir@gmail.com

Skipan stjórnar frá 1986

 

Samkvæmt upplýsingum úr fundargerðarbók.

1986–1989 

Jónas G. Rafnar, formaður, Þórarinn Þórarinsson, varaformaður, Gils Guðmundsson, ritari, Birgir Finnsson, gjaldkeri, og Sigurður Óli Ólafsson, meðstjórnandi. 

1990–1992 

Davíð Ólafsson, formaður, Bjarni Guðbjörnsson, ritari, Birgir Finnsson, gjaldkeri, Magnús Torfi Ólafsson, meðstjórnandi, og Pétur Pétursson, meðstjórnandi. 

1993–1995 

Matthías Á. Mathiesen, formaður, Magnús T. Ólafsson, ritari, Pétur Pétursson, gjaldkeri, Björgvin Jónsson, meðstjórnandi, og Eggert G. Þorsteinsson, meðstjórnandi. 

1996 

Matthías Á. Mathiesen, formaður, Björgvin Jónsson, Geir Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson og Pétur Pétursson. 

1997 

Matthías Á. Mathiesen, formaður, Björgvin Jónsson, Geir Gunnarsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Kristín Einarsdóttir. 

1998–2002 

Matthías Á. Mathiesen, formaður, Geir Gunnarsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jón Skaftason og Kristín Einarsdóttir. 

2003–2004 

Ragnar Arnalds, formaður, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Salome Þorkelsdóttir. 

2005–2010 

Ragnar Arnalds, formaður, Guðrún Agnarsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir,  Jón Sæmundur Sigurjónsson og Salome Þorkelsdóttir. 

2010–2013

Guðrún Agnarsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálmadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Árni Gunnarsson og Skúli Alexandersson.

2013–2014

Guðrún Agnarsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálmadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Árni Gunnarsson og Svavar Gestsson.

2014–2016

Guðrún Agnarsdóttir, formaður, Árni Gunnarsson, Svavar Gestsson, Sólveig Pétursdóttir og Jón Kristjánsson.

2016–2018

Svavar Gestsson, formaður, Sólveig Pétursdóttir, Jón Kristjánsson, Kristín Einarsdóttir og Sighvatur Björgvinsson.

2018–2022
Sólveig Pétursdóttir, formaður, Jón Kristjánsson, Sighvatur Björgvinsson, Kristín  Einarsdóttir og Þuríður Backman.

Lög Félags fyrrverandi alþingismanna (FFA)

 

1. gr. Nafn félagsins er Félag fyrrverandi alþingismanna.

2. gr. Félagsmenn geta orðið allir þeir sem hafa verið kjörnir alþingismenn en eiga ekki lengur sæti á Alþingi.

3. gr. Tilgangur félagsins er sá að rifja upp og efla kynni félagsmanna, m.a. með samkomuhaldi og ferðalögum, svo og á annan hátt, eftir því sem hugur félagsmanna stendur til og tök eru á. Félagið hefur samstarf og samvinnu við erlend félög fyrrverandi alþingismanna.

4. gr. Stjórn félagsins skipa 5 menn, kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Miðað er við að stjórnarmenn sitji að jafnaði eigi lengur en þrjú kjörtímabil í senn. Þeir skipta með sér verkum.

5. gr. Aðalfundur skal haldinn í febrúar-apríl ár hvert. Hann telst löglegur, sé hann boðaður félagsmönnum bréflega með minnst tíu daga fyrirvara. Aðalfundur ákveður árgjald hverju sinni. 

 

Starfsemi félagsins

 

Í félaginu eru um 150 félagsmenn. Einnig eru eftirlifandi makar fyrrverandi alþingis­manna ávallt velkomnir á árshátíðir og í ferðalög sem félagið stendur fyrir, þótt þeir séu ekki formlegir félagar, og hafa fjölmennt á þær samkomur.

Aðalfund ber að halda í janúar til mars ár hvert. Aðalfundur kýs fimm menn í stjórn og ákveður árgjald hverju sinni.

Forseti Alþingis hefur undanfarin tvö ár boðið fyrrverandi þingmönnum til móttöku í salarkynnum Alþingis 1. desember en þangað er einnig boðið starfandi þingmönnum. Að lokinni þeirri móttöku er haldin árshátíð félagsins.

Félagið hefur yfirleitt haldið aðalfundi sína í húsakynnum Alþingis í Reykjavík. Skrifstofa þingsins hefur liðsinnt félaginu frá stofnun þess og veitt því margvíslegan stuðning og þjónustu. Heimili félagsins er hjá Alþingi og er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta, tengiliður skrifstofunnar.

Þá hefur félagið árlega efnt til sumarferðar. Sumarið 2017 var efnt til utanlandsferðar í fyrsta sinn en þá var farið til Færeyja. Annars hefur félagið efnt til dagsferða frá Reykjavík eða í höfuðborginni.

Félagið hefur talsverð samskipti við systurfélög sín á Norður­löndunum og hefur átt fulltrúa á aðalfundum félaganna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Systur­félögin eru: Foreningen av tidligare stortings­representanter (Noregur), Riksdagens Veteranforening (Svíþjóð), Forhenværende Folketingsmedlemmers Forening (Danmörk), Veteranföreningen vid Finlands riksdag.

Saga félagsins

 

Félag fyrrverandi alþingis­manna var formlega stofnað árið 1986. Í maímánuði 1985 hittust nokkrir fyrrverandi alþingismenn á Hótel Borg og ræddu um að gaman væri að koma saman stöku sinnum til þess að rifja upp gömul kynni og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Niðurstaðan varð sú að athuga um félagsstofnun - og aftur var komið saman á Borginni.

Stofnfundurinn var svo haldinn á Hótel Borg þann 7. mars 1986. Á honum voru 29 fyrrverandi alþingismenn sem samþykktu lög fyrir félagið. Fáum dögum eftir stofnfund var, skv. nýsamþykktum lögum, öllum þeim sem rétt höfðu til aðildar að félaginu en voru ekki á fundinum skrifað bréf um félagsstofnunina og þeim send lögin. Jafnframt sagði í bréfi til þeirra á þessa leið:

„Með bréfi þessu er öllum fyrrverandi kjörnum alþingismönnum, sem orðnir eru sextugir, boðið að gerast félagsmenn. Eru þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast beðnir að tilkynna það formanni eða ritara bréflega eða símleiðis. Þeir sem gerast félagsmenn fyrir 1. maí nk. teljast stofnendur félagsins.“ Þá bættust við 15 stofnfélagar þannig að samtals voru þeir 44. Fyrsti formaður var Jónas G. Rafnar.

Félagið hefur frá upphafi efnt til árshátíða og sumarferða auk þess sem aðalfundur félagsins er haldinn fyrri hluta ársins. Eftir 2017 hefur félagsmönnum verið boðið til fullveldismóttöku i húsakynnum Alþingis 1.desember. Árshátíð félagsins hefur svo verið haldinn í tengslum við fullveldismóttökuna.

Fyrsti formaður hins danska félags fyrrverandi þjóðþingmanna (Forhenværende Folketingsmedlemmers Forening), Erik Finnemann Bruun, var hvatamaður stofnunar íslenska félagsins rétt eins og sambærilegra félaga annars staðar á Norðurlöndunum Frá 2016 hefur starfsemi félagins verið sniðin nokkuð eftir starfsháttum sambærilegs félags í Svíþjóð. Þess vegna er lögð áhersla á  samvinnu við forseta Alþingis um alla helstu viðburði. Hefur það gengið vel.

Fyrrverandi þingforsetar við þingsetningu 148. löggjafarþings ásamt forseta AlþingiFyrrverandi þingforsetar við þingsetningu 148. löggjafarþings í desember 2017 ásamt forseta Alþingis. 
©Bragi Þór Jósefsson.