Tilkynningar um þingmenn

8.12.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 8. desember tekur Daði Már Kristófersson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson og Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson.

Lesa meira

2.12.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 5. desember tekur Andrés Skúlason sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og víkur þá René Biasone af þingi.

Lesa meira

28.11.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 28. nóvember tekur Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen. Einnig tekur Teitur Björn Einarsson sæti sem varaþingmaður fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Lesa meira

24.11.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. nóvember tekur Gísli Rafn Ólafsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

18.11.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Laugardaginn 19. nóvember tekur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Friðjón R. Friðjónsson af þingi. Mánudaginn 21. nóvember taka Bergþór Ólason, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Árnason sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Högni Elfar Gylfason, Arnar Þór Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Daníel E. Arnarsson og Björgvin Jóhannesson af þingi. Mánudaginn 21. nóvember tekur René Biasone sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Lesa meira

17.11.2022 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 17. nóvember tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Gísla Rafn Ólafsson.

Lesa meira

11.11.2022 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. nóvember tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar Elín Anna Gísladóttir af þingi. Sama dag tekur Eydís Ásbjörnsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Loga Einarsson, Arnar Þór Jónsson tekur sæti fyrir Bryndísi Haraldsdóttur, Daníel E. Arnarsson fyrir Svandísi Svavarsdóttur, Högni Elfar Gylfason fyrir Bergþór Ólason og Björgvin Jóhannesson fyrir Vilhjálm Árnason.

Lesa meira

4.11.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 7. nóvember tekur Elín Anna Gísladóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Einnig tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Lesa meira

31.10.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 31. október tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Helgi Héðinsson, af þingi.

Lesa meira

24.10.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 24. október taka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Jón Steindór Valdimarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, af þingi. Þá tekur Helgi Héðinsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórarin Inga Pétursson.

Lesa meira