Tilkynningar um þingmenn

13.2.2018 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 13. febrúar tók Lilja Alfreðsdóttir sæti að nýju á Alþingi.

Lesa meira

12.2.2018 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 12. febrúar tók Una Hildardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ólaf Þór Gunnarsson.

Lesa meira

6.2.2018 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 5. febrúar tóku Ásmundur Friðriksson, Bergþór Ólason, Inga Sæland, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sæti að nýju á Alþingi. 

Alex Björn Bulow Stefánsson tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Lilju Alfreðsdóttur.

Lesa meira

30.1.2018 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 29. janúar tóku Birgir Þórarinsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti að nýju á Alþingi. 

Bjarni Jónsson, Guðmundur Sævar Sævarsson, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson tóku sæti sem varamenn. 

Lesa meira

23.1.2018 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 22. janúar tók Elvar Eyvindsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Birgi Þórarinsson, Olga Margrét Cilia tók sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Una Hildardóttir tók sæti sem varamaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Lesa meira

14.12.2017 : Minningarorð starfsaldursforseta um Pálma Jónsson

Pálmi Jónasson

Starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, flutti minningarorð um Pálma Jónsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra, á þingsetningarfundi 14. desember 2017.

Lesa meira

8.11.2017 : Kynning fyrir nýja alþingismenn

Nýir alþingismenn eftir kosningar 2017Nýir þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 28. október sl. sóttu í dag kynningu í Alþingishúsinu sem haldin var að venju eftir alþingiskosningar af skrifstofu Alþingis fyrir nýja alþingismenn. 

Lesa meira

7.11.2017 : Kynningarfundur fyrir nýja alþingismenn

Skrifstofa Alþingis heldur að venju eftir alþingiskosningar kynningu fyrir nýja alþingismenn. Kynningin verður miðvikudaginn 8. nóvember í Alþingishúsinu og hefst kl. 9.30. Fjölmiðlum er velkomið að taka myndir við upphaf kynningarinnar. Möguleiki verður á viðtölum við nýja alþingismenn í kaffihléi um kl. 10.30.

Lesa meira

31.10.2017 : Útgáfa kjörbréfa og starfandi forseti eftir alþingiskosningar

Merki AlþingisNöfn nýkjörinna alþingismanna hafa verið skráð og birt á vef Alþingis með fyrirvara um afgreiðslu landskjörstjórnar. Að loknum alþingiskosningum gegnir störfum forseta, sem ekki er endurkjörinn, sá  varaforseti  sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta.

Lesa meira