Tilkynningar um þingmenn

29.9.2023 : Aðalmenn taka sæti

Orri Páll Jóhannsson og Halldóra Mogensen taka sæti á Alþingi mánudaginn 2. október og víkja þá varaþingmenn þeirra, Brynhildur Björnsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, af þingi. 

Lesa meira

29.9.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tekur sæti á Alþingi föstudaginn 29. september og víkur þá varaþingmaður hennar, Berglind Harpa Svavarsdóttir af þingi. 

Lesa meira

25.9.2023 : Aðalmenn taka sæti

Lilja Alfreðsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson taka sæti á ný á Alþingi í dag. Þá víkja varaþingmenn þeirra, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Eva Sjöfn Helgadóttir og Ragnar Sigurðsson, af þingi. 

Lesa meira

25.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Lenya Rún Taha Karim tekur sæti á Alþingi mánudaginn 25. september sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen.

Lesa meira

22.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Brynhildur Björnsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 25. september sem varaþingmaður fyrir Orra Pál Jóhannsson.

Lesa meira

15.9.2023 : Varamenn taka sæti

Ragnar Sigurðsson tekur sæti á Alþingi mánudaginn 18. september sem varaþingmaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson. Þá tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Elva Dögg Sigurðardóttir fyrir Guðbrand Einarsson og Aðalsteinn Haukur Sverrisson fyrir Lilju Alfreðsdóttur.

Lesa meira

12.9.2023 : Afsal þingmennsku – nýr þingmaður tekur sæti

HelgaVala-og-Dagbjort

Tilkynnt var á þingfundi í dag um þingmennskuafsal Helgu Völu Helgadóttur sem tók gildi 4. september sl. Dagbjört Hákonardóttir tók sæti hennar á þingi og verður 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en Jóhann Páll Jóhannsson verður 4. þingmaður kjördæmisins.

Lesa meira

11.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Berglind Harpa Svavarsdóttir tekur sæti á Alþingi þriðjudaginn 12. september sem varaþingmaður fyrir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.

Lesa meira

12.6.2023 : Aðalmenn taka sæti

Þingmennirnir Hildur Sverrisdóttir, Eyjólfur Ármannsson og Björn Leví Gunnarsson tóku sæti á ný á Alþingi laugardaginn 10. júní, og viku þá varaþingmenn þeirra, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurjón Þórðarson og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir af þingi.

Lesa meira

2.6.2023 : Varamaður tekur sæti

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 5. júní sem varaþingmaður fyrir Björn Leví Gunnarsson.

Lesa meira