Tilkynningar um þingmenn

12.4.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 12. apríl taka Guðlaugur Þór Þórðarson, Andrés Ingi Jónsson, Bergþór Ólason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

9.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 9. apríl tekur Álfheiður Ingadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

8.4.2019 : Varamenn taka sæti

Föstudaginn 5. apríl tók Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Una María Óskarsdóttir tók sæti fyrir Gunnar Braga Sveinsson. Mánudaginn 8. apríl tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Una Hildardóttir tekur sæti fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jón Þór Þorvaldsson tekur sæti sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

4.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 4. apríl tekur Páll Valur Björnsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Helgu Völu Helgadóttur.

Lesa meira

2.4.2019 : Forsætisnefnd afgreiðir siðareglumál um ummæli í fréttaviðtali

Forsætisnefnd, skipuð 7. og 8. varaforseta, afgreiddi á fundi sínum 25. mars 2019 erindi sem henni barst um meint brot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, alþingismanns, á siðareglum fyrir alþingismenn í tilefni af ummælum hans í fréttaviðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3. desember 2018 og síðari samskipti af því tilefni. Var niðurstaðan sú að erindið gæfi ekki nægilegt tilefni til frekari athugunar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.

Lesa meira

2.4.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 2. apríl tekur Albert Guðmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

1.4.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 1. apríl tekur Silja Dögg Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Ásgerður K. Gylfadóttir, af þingi.

Lesa meira

27.3.2019 : Álit ráðgefandi siðanefndar um gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd, skipuð 7. og 8. varaforseta, hefur til meðferðar erindi átta þingmanna, dags. 3. desember 2018, sem lýtur að ummælum sex þingmanna á veitingastofunni Klaustur bar 20. nóvember 2018 og mögulegu broti þeirra á siðareglum fyrir alþingismenn. Í samræmi við siðareglur fyrir alþingismenn leitaði nefndin ráðgefandi álits siðanefndar á gildissviði siðareglnanna. Forsætisnefnd hefur nú borist álit siðanefndar.

Lesa meira

22.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. mars tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sigríður María Egilsdóttir, af þingi.

Lesa meira

18.3.2019 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 18. mars tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur.

Lesa meira