Dagskrá

Dagskrá 49. þingfundar
fimmtudaginn 13. desember kl. 10:30

 1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
 2. Staða eldri borgara hérlendis og erlendis, 444. mál, Ágúst Ólafur Ágústsson biður forsætisráðherra um skýrslu. — Hvort leyfð skuli.
 3. Ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 (tekjuskattur, persónuafsláttur, barnabætur, vaxtabætur, tryggingagjald), 2. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
 4. Umboðsmaður barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing), 156. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. — Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
 5. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 157. mál, lagafrumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra. — Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
 6. Umboðsmaður Alþingis (OPCAT-eftirlit), 235. mál, lagafrumvarp, flutningsmaður: Steingrímur J. Sigfússon. — Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
 7. Rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, 448. mál, þingsályktunartillaga utanríkisráðherra. — Síðari umræða.
 8. Samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2018, 449. mál, þingsályktunartillaga utanríkisráðherra. — Síðari umræða.
 9. Lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra), 266. mál, lagafrumvarp heilbrigðisráðherra. — 2. umræða.
 10. Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, 314. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 2. umræða.
 11. Virðisaukaskattur (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.), 432. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
 12. Sérstök umræða: Íslandspóstur. Málshefjandi: Þorsteinn Víglundsson. Til andsvara: samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Kl. 13:30.
 13. Fjáraukalög 2018, 437. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
 14. Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra (aukið gagnsæi í stjórnmálum, framlög, birting ársreikninga o.fl.), 440. mál, lagafrumvarp, flutningsmaður: Katrín Jakobsdóttir. — 2. umræða.
 15. Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka), 471. mál, lagafrumvarp, flutningsmaður: Birgir Ármannsson. — 1. umræða. Ef leyft verður.

Útsending

Mynd úr útsendingu