Um lagasafn

Lagasafnið er uppfært tvisvar eða þrisvar á ári: að loknu haustþingi og að loknu vorþingi ár hvert og að loknu sumarþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Útgáfan fær þá númer löggjafarþings ásamt a (að loknu haustþingi) eða b (að loknu vorþingi). 

Við uppfærslu lagasafnsins eru breytingalög felld inn í stofnlög, nýjum lögum bætt við safnið og brottfallin lög felld út. 

Ef í lögum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við þann ráðherra eða ráðuneyti sem tilgreint er hverju sinni í ofanmálsgrein. 

Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta samkvæmt forsetaúrskurði.