Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Þriðjudaginn 20. febrúar 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Svo stendur á að til þess að hægt sé að koma málinu til nefndar og 2. umr. vantar einn þingmann. Takist það ekki nú á næstu mínútum mun forseti gera nokkurra mínútna hlé á þessum fundi til að ná í þá stjórnarþingmenn sem hér eiga að vera. --- [Fundarhlé.]
    Enn verður að gera nokkurt hlé á þessum fundi, í a.m.k. stundarfjórðung, því að enn hefur fækkað í húsinu og vantar nú þrjá hv. þingdeildarmenn til þess að ná megi fram atkvæðagreiðslu. Telur forseti ástæðu til þess að minna á 34. gr. þingskapa þar sem segir: ,,Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni`` og gildir þetta jafnt um stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga.