Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Það er einn eftir á mælendaskrá, hv. 5. þm. Austurl. Nú hefur forseta borist það til eyrna að þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafni því að þessum fundi verði fram haldið kl. 6. Honum yrði því að fresta til kl. hálfníu í kvöld. Þá eru eftir sáralítil verkefni, eingöngu atkvæðagreiðsla og 3. umr. og að ljúka málinu þar með og koma því til Ed. Ég tel að ég eigi því miður engan annan kost í þeirri stöðu sem upp er komin ( KrP: Ég fell frá orðinu.) Hv. 5. þm. Austurl. fellur frá orðinu. Ég vil bera það undir hv. þingdeildarmenn hvort þeir kjósi að forseti geri tilraun til þess að ná fram atkvæðagreiðslu og ljúka málinu þannig að ekki þurfi að koma hér til kvöldfundar.
    Það hefur orðið að samkomulagi að ljúka atkvæðagreiðslu og afgreiða til Ed. dagskrármálið, ráðstafanir vegna kjarasamninga, fremur en þurfa að kalla hv. þingdeildarmenn til kvöldfundar.