Tilhögun þingfundar
Miðvikudaginn 07. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess um fundarhald í dag að samkomulag hefur náðst við formenn þingflokka um að fresta þingflokkafundum til kl. 5 til þess að lengri tími gefist til að ræða sjötta dagskrármálið, Fjárgreiðslur úr ríkissjóði, og er það m.a. gert til þess að í þeirri umferð umræðunnar sem hér verður í dag gefist fulltrúum stjórnarandstöðunnar kostur á að taka til máls. Þetta telur forseti eðlilegt og nauðsynlegt til að tryggja það að sjónarmið beggja aðila fái að koma fram áður en þessari umræðu, sem líklega verður frestað kl. 5, lýkur.