Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Miðvikudaginn 07. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna orða hv. 1. þm. Reykv. vill forseti taka fram að hann hafði nokkrar áhyggjur af því að ef fimmta dagskrármálið yrði tekið á dagskrá á undan frv. um fjárgreiðslur úr ríkissjóði yrðu um það mjög miklar umræður sem mundu leiða til þess að við kæmumst í tímahrak með umræðu um fjárgreiðslur úr ríkissjóði, enda vill forseti taka mjög skýrt og rækilega fram að hann hefur fulla heimild til þess að víkja frá dagskrá eins og hún er prentuð á hverjum tíma.