Ábyrgðadeild fiskeldislána
Þriðjudaginn 13. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Áður en lengra er haldið á braut þessarar umræðu vill forseti taka fram eftirfarandi: Atkvæðagreiðsla um 3. dagskrármálið mun fara fram í upphafi fundar Nd. kl. 2 á morgun. Ástæðurnar fyrir þessu er eftirfarandi: Þrettán hv. þingdeildarmenn eru fjarverandi. Hv. þm. Reykn. hafa óskað eftir því að geta farið til Grindavíkur síðar af þessum fundi og er ekkert óeðlilegt við það því að öllu jöfnu eru fundir búnir í hv. deild um kl. 5. Þetta þýðir það að enn þá fjölgar í liði fjarverandi hv. þm. Þá hefur verið óskað eftir því af fjölmörgum þingmönnum að atkvæðagreiðsla verði tímasett, enda er það ekki óeðlilegt þegar um eins mikið átakamál er að ræða og raun ber vitni. Fleira hefur forseti ekki um þetta að segja.