Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Þriðjudaginn 20. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarssson):
    Forseti hugðist ganga til dagskrár og taka fyrir 1. dagskrármálið en það er mjög naumt að unnt sé að hafa hér atkvæðagreiðslu. Í húsinu eru 22 hv. þingdeildarmenn þannig að það gæti náðst að ná fram afbrigðum sem hér þarf að greiða atkvæði um, en það eru ekki nægilega margir í salnum til þess að það gangi. ( HBl: Þetta er 3. umr. Það er óskað eftir að fjmrh. sé við.) Já, ég er klár á því.
    Enn nást ekki nægilega margir hv. þingdeildarmenn í sal svo að unnt sé að leita afbrigða fyrir brtt. við 1. dagskrármálið svo að hún megi koma á dagskrá og til umræðu. Forseti verður því að grípa til þess ráðs að taka fyrir 3. dagskrármálið og ræða það um stund. En nú minnist forseti þess að hv. 5. þm. Vestf. frestaði ræðu sinni síðast þar eð hæstv. fjmrh. var ekki kominn.