Yfirstjórn umhverfismála
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Forseta er ljóst að skammt er nú til þingloka og ekki óeðlilegt að nokkrar snerrur verði um afgreiðslu mála. Vegna ummæla hv. síðasta ræðumanns vill forseti taka það fram að hér hafði verið fyrirhugað að hefja fundi í deild kl. 10 í fyrramálið. En forseta er ljóst að það mun takmarka mjög svigrúm nefnda til fundarhalda í fyrramálið. Síðar á fundinum í dag mun forseti ræða við formenn þingflokka um það með hvaða hætti megi koma þessu sem best fyrir og mun gæta þess að nefndir fái nægan tíma til starfa.