Frumvarp um yfirstjórn umhverfismála
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þessara tilmæla vill forseti taka fram að hann telur að nokkrir brestir séu komnir í þann sáttagrunn sem gerður var í dag. Það hefur hins vegar ekki önnur áhrif á forseta en þau á þessu stigi málsins að hann hlýtur að telja að það flýti fyrir því að mál þetta nái fram að ganga að það fái einhverja umræðu hér í nótt. Forseti mun standa við fyrri ákvörðun sína um að halda fundi hér eitthvað áfram, bendir á m.a. að enn stendur fundur í hv. Ed.