Ferill 625. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1072 – 625. mál.Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um Lánasjóð landbúnaðarins, nr. 68/1997.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)1. gr.

    Í stað tölunnar „25“ í 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 40.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 68/1997 er gert ráð fyrir að lánstími lána frá Lánasjóði land búnaðarins geti lengst verið 25 ár þegar í hlut eiga lán til nýrra bygginga, jarðakaupa, rækt unar og þeirra framkvæmda sem varanlegar teljast.
    Með bréfi, dags. 20. janúar 1998, óskaði stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins eftir að land búnaðarráðherra beitti sér fyrir því að lögum nr. 68/1997, sem sjóðurinn starfar eftir, yrði breytt í þá veru sem hér er lagt til með þeim rökum að miklu skipti að greiðslubyrði yrði viðráðanleg og þar hefði lánstími veruleg áhrif. Byggingar væru vandaðri en áður var og einnig skipti máli að lán til jarðakaupa yrðu til langs tíma í samræmi við t.d. húsbréf.
    Í áliti sjömannanefndar frá 4. nóvember 1997 um framleiðslu og vinnslu á mjólk kemur fram í 9. tölul. að nær engin nýfjárfesting í fjósum hafi átt sér stað og verulegur hluti þeirra fjósa sem nú er framleitt í þarfnist endurnýjunar. Sama á væntanlega við um fleiri búgreinar sem lenging á lánstíma mundi bæta úr að einhverju leyti.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
um Lánasjóð landbúnaðarins, nr. 68/1997.

    Frumvarpið felur í sér að stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins verður heimilt að lengja láns tíma á einstökum lánaflokkum um allt að 15 ár, úr 25 árum í 40 ár. Í greinargerð með frum varpinu er nefnt að hér gæti verið að um að ræða lán til nýrra bygginga, jarðakaupa, ræktunar og þeirra framkvæmda sem varanlegar teljast.     
    Verði frumvarpið að lögum verður það á valdi stjórnar sjóðsins hvernig þessi heimild yrði nýtt en stjórnin er bundin þeirri lagaskyldu að rýra ekki eigið fé sjóðsins. Lán til jarðakaupa námu 380 m.kr. á árinu 1997. Sé gert ráð fyrir að veitt verði 450 m.kr. til jarðakaupa ár hvert yrði innstreymi næstu 25 árin um 1,7 milljörðum kr. lægri með 40 ára lánstíma á þeim lánum borið saman við 25 ára lánstíma eða 7 milljarðar kr. í stað 8,7 milljarða kr. Verði lánstími á framkvæmdalánum lengdur yrði enn minna innstreymi, en líklegt er að ef sú verður niður staðan verði einungis um að ræða lán til vandaðra bygginga með langan líftíma.
    Ekki verðu séð að frumvarpið, verði það að lögum, leiði til aukinna útgjalda fyrir ríkis sjóðs. Ekki stendur til af hálfu stjórnarinnar að breyta vöxtum lána og mun sjóðurinn því innan nokkurra ára þarfnast aukinna lánsfjárheimilda að öðru óbreyttu.