Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 760. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1126  —  760. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um stuðning við íbúa á herteknum svæðum í Palestínu og Sýrlandi.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvaða stuðning og framlög hafa opinberir aðilar veitt íbúum hertekinna svæða í Palestínu og Sýrlandi á sviði heilbrigðis- og mannúðarmála frá árinu 1993:
                  a.      til opinberra verkefna,
                  b.      til samstarfsverkefna,
                  c.      til verkefna eða starfa á vegum hjálparstofnana?
     2.      Hafa stjórnvöld beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir eftirliti og/eða aðgerðum gegn ofbeldis- og mannréttindabrotum á herteknum svæðum í Palestínu og Sýrlandi? Ef svo er, hvernig hefur sú afstaða Íslands komið fram?


Skriflegt svar óskast.