Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 640. máls.

Þskj. 951  —  640. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu samnings milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja.

(Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landstjórnar Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja sem gerður var í Kaupmannahöfn og Reykjavík 1. og 2. febrúar 2007.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landstjórnar Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja sem gerður var í Kaupmannahöfn og Reykjavík 1. og 2. febrúar 2007. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu þessari.
    Við útfærslu íslensku efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur árið 1975 ákváðu stjórnvöld m.a. að nota klettinn Hvalbak sem viðmiðunarpunkt við ákvörðun miðlínu milli Íslands og Færeyja. Dönsk stjórnvöld gerðu fyrirvara við þessa ákvörðun fyrir hönd Færeyja og ákvörðuðu miðlínuna miðað við grunnlínur landanna án tillits til Hvalbaks. Þar með varð til umdeilt hafsvæði milli Íslands og Færeyja, um 3.700 km² að stærð.
    Í kjölfar samningaviðræðna embættismanna landanna náðist samkomulag um afmörkun hins umdeilda hafsvæðis í Þórshöfn 25. september 2002 á fundi Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, og Anfinns Kallsberg, þáverandi lögmanns Færeyja. Í samkomulaginu fólst að nyrðri hluti umdeilda svæðisins, sem liggur norðan 63° 30´ og nemur um tveimur þriðju hlutum af svæðinu í heild, skiptist þannig milli aðila að Ísland fengi 60% í sinn hlut en Færeyjar 40%. Syðsti hluti umdeilda svæðisins, sem nefndur er „sérsvæðið“, liggur sunnan 63° 30´ og nemur um þriðjungi af svæðinu í heild, skiptist hins vegar jafnt á milli aðila.
    Vegna sérstakra aðstæðna á sérsvæðinu var um það samið að bæði íslensk og færeysk skip hefðu rétt til fiskveiða á því svæði öllu samkvæmt þeim reglum sem um þau gilda í eigin fiskveiðilögsögu. Er því í raun um sameiginlegt fiskveiðisvæði að ræða. Skulu skipin þar eingöngu háð eftirliti og lagaframkvæmd af hálfu eigin yfirvalda. Á sérsvæðinu er að finna rækjuhóla sem hvorki er að finna í næsta nágrenni til vesturs né austurs og hefði það gert fiskiskipum beggja aðila erfitt fyrir að stunda rækjuveiðarnar ef aðgangur þeirra að svæðinu hefði verið takmarkaður.
    Enn fremur var um það samið að aðilum væri frjálst að stunda vísindalegar hafrannsóknir á öllu sérsvæðinu að frátalinni starfsemi sem lýtur að jarðefnaauðlindum á hafsbotni og í jarðlögum hans.
    Ákveðið var að gengið yrði frá formlegum afmörkunarsamningi, sem myndi ná til allrar lögsögulínunnar milli Íslands og Færeyja, þegar tæknilegri endurskoðun á grunnlínupunktum hvors lands um sig væri lokið. Hinni tæknilegu endurskoðun lauk ekki fyrr en haustið 2006 en í kjölfarið náðist samkomulag um texta hins formlega afmörkunarsamnings sem hér er lagt til að verði staðfestur. Á uppdrætti, sem fylgir samningnum, má sjá endanlega markalínu milli Íslands og Færeyja og hvernig hið umdeilda svæði skiptist milli landanna. Á fundi sínum í Reykjavík 2. febrúar 2007 undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, samninginn en daginn áður hafði Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, undirritað hann.
    Með gerð þessa samnings er lokið með formlegum hætti afmörkun efnahagslögsögu Íslands gagnvart lögsögu nágrannalandanna, en áður hafði verið gengið frá afmörkun efnahagslögsögunnar gagnvart lögsögu Jan Mayen, Grænlands og Bretlands.
    Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, er samningurinn háður samþykki Alþingis.



Fylgiskjal.


Samningur milli
ríkisstjórnar Íslands annars vegar og
ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og
landstjórnar Færeyja hins vegar
um afmörkun hafsvæðisins
milli Íslands og Færeyja.


    Ríkisstjórn Íslands annars vegar og ríkisstjórn konungsríkisins Danmerkur og landstjórn Færeyja hins vegar,

    sem óska þess að viðhalda og styrkja hið góða nágrannasamband milli Íslands og Danmerkur/Færeyja,

    sem vísa til samþykktrar fundargerðar sem var undirrituð í Þórshöfn hinn 25. september 2002,

    hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.


    Markalínan milli hluta aðilanna af landgrunninu, sem jafnframt er markalínan milli sérefnahagslögsögu Íslands og fiskveiðilögsögunnar við Færeyjar á svæðinu milli Íslands og Færeyja, þar sem fjarlægðin milli grunnlína hvors um sig er minni en 400 sjómílur, er byggð á miðlínu milli viðkomandi strandlína Íslands og Færeyja ásamt þeim breytingum til aðlögunar og sérákvæðum sem aðilarnir hafa orðið ásáttir um. Markalínan er ákvörðuð sem beinar línur milli eftirfarandi punkta í neðangreindri röð:



200M (N) 65-41-22.63N 5-34-42.22V
1 65-30-26.28N 6-05-08.98V
2 65-13-03.52N 6-47-11.81V
3 64-30-00.00N 8-13-30.37V
4 64-00-00.00N 9-15-00.70V
5 63-30-00.00N 10-18-53.63V
6 62-32-21.56N 12-08-43.42V
7 61-55-34.00N 12-57-51.48V
8 61-34-02.80N 13-18-22.87V
200M (S) 60-42-34.69N 13-59-56.43V

    Aðilarnir eru enn fremur sammála um að koma á sérstakri skipan vegna tiltekins svæðis sem teygir sig út beggja vegna markalínunnar sunnan 63° 30' N („sérsvæðið“) og afmarkast með beinum línum milli eftirfarandi punkta:

1 62-32-21.56N 12-08-43.42V
2 62-33-25.54N 12-07-15.81V
3 62-35-46.04N 12-04-02.29V
4 63-05-16.56N 11-16-18.81V
5 63-12-09.71N 11-03-30.66V
6 63-22-44.79N 10-42-58.15V
7 63-30-00.00N 10-28-42.46V
8 63-30-00.00N 10-18-53.63V
9 63-30-00.00N 10-05-35.64V
10 63-27-47.77N 10-09-46.44V
11 63-18-07.28N 10-31-19.46V
1 62-32-21.56N 12-08-43.42V

    Allar beinar línur eru landfræðilegar línur.

    Framangreindir punktar eru ákvarðaðir í landfræðilegri breidd og lengd með tilliti til World Geodetic System 1984 (WGS84).

    Markalínan og framangreindir punktar eru til útskýringar merktir inn á uppdrátt sem er fylgiskjal með samningi þessum.

2. gr.


    Bæði íslensk og færeysk skip geta nýtt réttinn til fiskveiða á öllu sérsvæðinu samkvæmt þeim reglum og ákvæðum sem um þau gilda í eigin fiskveiðilögsögu. Þau skulu eingöngu háð eftirliti og lagaframkvæmd af hálfu eigin yfirvalda.



    Aðilunum er frjálst að stunda vísindalegar hafrannsóknir á öllu sérsvæðinu að frátalinni starfsemi sem lýtur að jarðefnaauðlindum á hafsbotni og í jarðlögum hans.


    Valdi starfsemi, er um ræðir í þessari grein, öðrum aðilanum vanda getur hann farið þess á leit við hinn aðilann að efnt verði til samráðsfunda. Halda ber samráðsfundi eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 60 dögum eftir að fyrrnefndri beiðni er veitt viðtaka.

3. gr.


    Finnist jarðefnaauðlind í eða á landgrunni annars aðilans og hinn aðilinn er þeirrar skoðunar að auðlindin teygi sig inn á landgrunn hans getur síðarnefndi aðilinn, með framlagningu þeirra gagna sem þessi skoðun byggist á, komið henni á framfæri við fyrrnefnda aðilann.

    
    Þegar slíkri skoðun er komið á framfæri skulu aðilarnir hefja viðræður um umfang auðlindarinnar og nýtingarmöguleika. Í viðræðunum skal aðilinn, sem hafði frumkvæði að þeim, rökstyðja skoðun sína með sönnunargögnum af jarðeðlisfræðilegum og jarðfræðilegum toga, þ.m.t. gögnum frá borunum, þegar slík gögn eru fyrir hendi, og skulu báðir aðilar gera sitt ítrasta til þess að tryggja að allar upplýsingar um málið liggi fyrir í viðræðunum. Ef í ljós kemur í viðræðunum að auðlindin nái yfir landgrunn beggja aðila, ásamt því að unnt sé að nýta auðlindina á landgrunni annars aðilans að öllu eða einhverju leyti frá landgrunni hins aðilans, eða að nýting auðlindarinnar á landgrunni annars aðilans hafi áhrif á nýtingarmöguleika auðlindarinnar á landgrunni hins aðilans, skal að ósk annars aðilans gera samning um nýtingu auðlindarinnar, meðal annars um hvernig nýta má slíka auðlind með sem mestum árangri og um hvernig skipta ber ávinningnum.




    Aðilarnir skulu gera sitt ítrasta til þess að leysa sérhvern ágreining eins fljótt og við verður komið. Nái aðilar ekki samkomulagi skulu þeir í sameiningu skoða allar færar leiðir til þess að leiða málið til lykta, meðal annars að leita eftir umsögnum óháðra sérfræðinga.

4. gr.


    Samningur þessi hefur ekki áhrif á önnur afmörkunarmál milli Íslands og konungsríkisins Danmerkur.

5. gr.


    Samningur þessi öðlast gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hvor öðrum skriflega að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.

    Gjört í Kaupmannahöfn og Reykjavík hinn 1. og 2. febrúar 2007 í tveimur eintökum á íslensku, dönsku og færeysku og skulu textarnir þrír vera jafngildir.

Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands
Valgerður Sverrisdóttir

Fyrir hönd ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur
Per Stig Møller

Fyrir hönd landstjórnar Færeyja
Jóannes Eidesgaard



Overenskomst mellem
Islands regering på den ene side og
Kongeriget Danmarks regering sammen med
Færøernes landsstyre på den anden side
om den maritime afgrænsning i
området mellem Færøerne og Island


    Islands regering på den ene side og Kongeriget Danmarks regering sammen med Færøernes landsstyre på den anden side er

    ud fra ønsket om at fastholde og styrke det gode naboforhold mellem Island og Danmark/Færøerne


    under henvisning til “Agreed Minutes”, undertegnet i Tórshavn den 25. september 2002

    blevet enige om følgende:

Artikel 1


    Grænselinjen mellem parternes dele af kontinentalsoklen, som tillige udgør grænselinjen mellem Islands eksklusive økonomiske zone og fiskeriterritoriet ved Færøerne i området mellem Island og Færøerne, hvor afstanden mellem deres respektive basislinjer udgør mindre end 400 sømil, er baseret på midtlinjen mellem de relevante kyststrækninger på Island og Færøerne med de tilpasninger og særlige bestemmelser, som parterne er blevet enige om. Grænselinjen er fastsat som rette linjer mellem følgende punkter i den rækkefølge, som er angivet nedenfor:

200M (N) 65-41-22.63N 5-34-42.22W
1 65-30-26.28N 6-05-08.98W
2 65-13-03.52N 6-47-11.81W
3 64-30-00.00N 8-13-30.37W
4 64-00-00.00N 9-15-00.70W
5 63-30-00.00N 10-18-53.63W
6 62-32-21.56N 12-08-43.42W
7 61-55-34.00N 12-57-51.48W
8 61-34-02.80N 13-18-22.87W
200M (S) 60-42-34.69N 13-59-56.43W

    Parterne er endvidere blevet enige om at etablere en særlig ordning for et område, der udstrækker sig på begge sider af grænselinjen syd for 63° 30' N (“Det særlige Område”) og er afgrænset ved rette linjer mellem følgende punkter:

1 62-32-21.56N 12-08-43.42W
2 62-33-25.54N 12-07-15.81W
3 62-35-46.04N 12-04-02.29W
4 63-05-16.56N 11-16-18.81W
5 63-12-09.71N 11-03-30.66W
6 63-22-44.79N 10-42-58.15W
7 63-30-00.00N 10-28-42.46W
8 63-30-00.00N 10-18-53.63W
9 63-30-00.00N 10-05-35.64W
10 63-27-47.77N 10-09-46.44W
11 63-18-07.28N 10-31-19.46W
1 62-32-21.56N 12-08-43.42W

    Alle rette linjer er geodætiske linjer.

    De ovenfor nævnte punkter er defineret i geografisk bredde og længde i henhold til World Geodetic System 1984 (WGS84).

    Grænselinjen og ovennævnte punkter er til illustration indtegnet på den kortskitse, som er vedlagt denne overenskomst.

Artikel 2


    I hele Det særlige Område kan retten til fiskeri udøves af såvel islandske som færøske fartøjer i overensstemmelse med de regler og forskrifter, som er gældende for dem i deres respektive fiskerijurisdiktionszoner. De skal alene være underlagt kontrol og håndhævelse af deres egne respektive myndigheder.

    I hele Det særlige Område kan parterne med egne fartøjer tilsvarende frit drive videnskabelig havforskning, bortset fra aktiviteter, der retter sig imod mineralske ressourcer på havbunden og i dens undergrund.

    Såfremt en aktivitet i henhold til denne artikel volder problemer for en af parterne, kan denne part anmode den anden part om konsultationer. Sådanne konsultationer skal afholdes snarest, og senest 60 dage efter modtagelsen af en sådan anmodning.


Artikel 3


    Dersom der konstateres en mineralforekomst i eller på den ene parts kontinentalsokkel, og den anden part er af den opfattelse, at forekomsten strækker sig ind på dennes kontinentalsokkel, kan den sidstnævnte part ved fremlæggelse af det materiale, hvorpå opfattelsen støttes, gøre dette gældende over for den førstnævnte part.

    Dersom en sådan opfattelse gøres gældende, skal parterne indlede drøftelser om forekomstens udstrækning og muligheden for udnyttelse. Under disse drøftelser skal den part, som har taget initiativ til dem, underbygge sin opfattelse med bevismateriale hidrørende fra geofysiske data og geologiske data, herunder boredata, når sådanne måtte foreligge, og begge parter skal gøre sig størst mulige bestræbelser for at sikre, at alle relevante informationer stilles til rådighed for disse drøftelser. Dersom det ved drøftelserne konstateres, at forekomsten strækker sig over begge parters kontinentalsokkel, samt at forekomsten på den ene parts kontinentalsokkel helt eller delvis vil kunne udnyttes fra den anden parts kontinentalsokkel, eller at udnyttelsen af forekomsten på den ene parts kontinentalsokkel ville påvirke mulighederne for udnyttelse af forekomsten på den anden parts kontinentalsokkel, skal der på begæring af en af parterne træffes aftale om udnyttelsen af forekomsten, herunder om hvorledes en sådan forekomst kan udnyttes mest effektivt, og om hvordan udbyttet skal fordeles.

    Parterne skal gøre deres yderste for at løse enhver uenighed så hurtigt som muligt. Såfremt parterne ikke når til enighed, skal de i fællesskab overveje alle foreliggende muligheder for at bringe den fastlåste situation til ophør, herunder ved at indhente udtalelser fra uafhængige eksperter.

Artikel 4


    Denne overenskomst er uden præjudice for andre afgrænsningsspørgsmål mellem Island og Kongeriget Danmark.

Artikel 5


    Denne overenskomst træder i kraft, når parterne skriftligt har meddelt hinanden, at de hertil nødvendige procedurer er afsluttet.

    Udfærdiget i København og Reykjavík den 1. og 2. februar 2007 i to eksemplarer på islandsk, dansk og færøsk, således at de tre tekster har samme gyldighed.

For Islands regering
Valgerður Sverrisdóttir

For Kongeriget Danmarks regering
Per Stig Møller

For Færøernes landsstyre
Jóannes Eidesgaard



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.