Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 274. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 960  —  274. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aukna samvinnu og samráð um öryggis- og björgunarmál milli Vestur- Norðurlandanna og við önnur ríki við Norður-Atlantshaf.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Karl V. Matthíasson, formann Vestnorræna ráðsins og Íslandsdeildar þess, og Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins. Umsagnir bárust um málið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Siglingastofnun, Landhelgisgæslu Íslands og ríkislögreglustjóranum, auk þess sem álit barst frá allsherjarnefnd Alþingis.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um að auka samvinnu og samráð um öryggis- og björgunarmál milli Vestur-Norðurlandanna og við önnur ríki við Norður-Atlantshaf. Þá er lagt til að komið verði á sameiginlegum björgunaræfingum til að samræma viðbúnað og samhæfa viðbrögð við alvarlegum slysum á Norður-Atlantshafi. Með ályktun nr. 3/2007 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 23. ágúst 2007 samþykkti ráðið að beina þessari áskorun til ríkisstjórna Íslands, Færeyja og Grænlands. Ráðið taldi það hagsmunamál allra við Norður- Atlantshafið, ekki síst Vestur-Norðurlandanna sem eru umkringd sjó, að varanlegur og viðeigandi öryggis- og björgunarviðbúnaður væri fyrir hendi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Bjarni Benediktsson og Guðfinna S. Bjarnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. maí 2008.



Árni Páll Árnason,


varaform., frsm.


Steingrímur J. Sigfússon.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson.


Kristinn H. Gunnarsson.



Björk Guðjónsdóttir.