Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 96. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 103  —  96. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um frítekjumark örorkulífeyrisþega.

Frá Guðmundi Magnússyni.



    Hefur ráðherra undirbúið breytingar á ákvæðum um frítekjumark örorkulífeyrisþega, þegar ákvæði um 100 þús. kr. frítekjumark þessa hóps á mánuði falla úr gildi? Ef svo er, hverjar eru þær breytingar?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Ríkisstjórnin stefnir á að taka upp nýtt örorkumatskerfi um næstu áramót. Öryrkjabandalag Íslands hefur lýst því yfir að það telji áætlanir ríkisstjórnarinnar óraunhæfar, í ljósi þess hversu vinnan við kerfið er skammt á veg komin, og hefur hvatt stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína.