Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 252. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 383  —  252. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vöktun á samfélagsáhrifum virkjunar- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Mun ráðherra leggja niðurstöður vöktunar og rannsókna á samfélagsáhrifum vikjunar- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi til grundvallar mati á leyfisveitingum til stóriðjuframkvæmda í öðrum fámennum byggðalögum?
     2.      Telur ráðherra að vöktun á framkvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar og Hraunaveitu ásamt ganga- og stíflugerð sem tengist þeim, byggingu Fjarðaráls og háspennulínum til álversins, gefi skýra mynd af langtímaáhrifum þessara framkvæmda á samfélagsþróun á Austurlandi?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir áframhaldandi vöktun og rannsóknum á samfélagsáhrifum vikjunar- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi, svo meta megi langtímaáhrif framkvæmdanna og reksturs álversins á Reyðarfirði?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Frá árinu 2004 hefur verið unnið að rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Að rannsókninni standa iðnaðarráðuneyti, Byggðastofnun, Byggðarannsóknastofnun og Þróunarfélag Austurlands. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur einkum annast rannsóknir. Lýkur þessu verkefni á næsta ári þegar rekstur álvers er nýhafinn, en gangsetningu seinkaði frá upphaflegum áætlunum og gagnaöflun miðast við árslok 2008.