Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 341. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 582  —  341. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um íslenskt merki fyrir ábyrgar fiskveiðar.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvernig gengur að koma á íslensku merki fyrir ábyrgar fiskveiðar?
     2.      Hver er hlutur ríkisins við að koma merkinu á og hver er áætlaður kostnaður við það úr ríkissjóði?
     3.      Hvernig er kröfulýsing sú sem vottunaraðila er ætlað að vinna eftir?
     4.      Hvernig samrýmist nýleg 30 þús. tonna viðbótarúthlutun þorskaflamarks gegn mótmælum Hafrannsóknastofnunarinnar ákvæðum þessarar kröfulýsingar og yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga frá ágúst 2007?


Skriflegt svar óskast.