Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 450. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 819  —  450. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ný skattþrep í tekjuskatti einstaklinga.

Frá Birgi Ármannssyni.



    Hver yrði tekjuauki ríkissjóðs ef hugmyndir fjármálaráðherra um nýtt 3% viðbótarskattþrep á allar tekjur einstaklinga yfir 500 þús. kr. næðu fram að ganga?
    Hver yrði tekjuaukinn ef þessu til viðbótar yrði komið á sérstöku 5% skattþrepi á allar tekjur einstaklinga yfir 700 þús. kr. þannig að skattgreiðendur með slíkar tekjur þyrftu samanlagt að greiða 8% hærra tekjuskattshlutfall en almennt gerist?
    Óskað er eftir upplýsingum um tekjuaukann á einu ári miðað við endurskoðaðar forsendur fjármálaráðuneytisins um skattskyldar tekjur einstaklinga á árinu 2009.


Skriflegt svar óskast.