Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 67. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 75  —  67. mál.




Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um niðurstöðu nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum.

Frá Guðmundi Steingrímssyni.



     1.      Hver er afstaða ráðherra til niðurstöðu nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum, sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins í vor?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því með lagafrumvarpi, og þá hvenær, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á réttarstöðu barna og foreldra, í samræmi við niðurstöður nefndarinnar:
                  a.      að maður sem telur sig föður barns geti höfðað ógildingar- eða vefengingarmál þegar um feðrað barn er að ræða,
                  b.      að dómarar fái heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá í forsjárdeilum,
                  c.      að sjálfvirk forsjá stjúp- og sambúðarforeldris verði afnumin,
                  d.      að forsjár- og forsjárlausir foreldrar hafi sama rétt til aðgangs að skriflegum upplýsingum um barn sitt,
                  e.      að sýslumenn og dómarar fái heimild til þess að ákveða umgengni 7 af 14 dögum,
                  f.      að börn geti átt tvö lögheimili?
     3.      Ef svo er ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.