Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 309, 137. löggjafarþing 70. mál: starfsmenn í hlutastörfum (EES-reglur, brottfall undanþágna).
Lög nr. 85 4. ágúst 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 10/2004, um starfsmenn í hlutastörfum.


1. gr.

     3. og 4. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun ráðsins 97/81/EB, um rammasamninginn um hlutastörf sem Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC), Samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda (UNICE) og Evrópusamtök fyrirtækja með opinberri eignaraðild (CEEP) hafa gert, sem vísað er til í 31. lið XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/1998.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. júlí 2009.