Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 678. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1385  —  678. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um framkvæmd grunnskólalaga.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Telur ráðherra koma til greina að ytra mat sveitarfélaga samkvæmt nýjum grunnskólalögum og eftirlit ráðuneytis með grunnskólum verði sameinað, til að mynda að ytra mat sveitarfélaga (t.d. landshlutateymis) og eftirlit ráðuneytis myndi sameiginlegt teymi og skipti kostnaði, eða að ráðuneytið geti fengið aðgang að upplýsingum sem ytra mat sveitarfélaga vinnur gegn greiðslu hluta kostnaðar?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að fresta ýmsum ákvæðum nýrra leikskóla- og grunnskólalaga eða veita sveitarfélögum sambærilega heimild og ríkisvaldinu var veitt með nýlegum lögum um framhaldsskóla?


Skriflegt svar óskast.